Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 12:01 Mikill þungi hefur verið í fíkniefnainnflutningi um Keflavíkurflugvöll á þessu ári. Vísir/Vilhelm Nítján eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings og tólf hafa verið handteknir í tengslum við slík mál frá tíunda apríl. Yfirlögregluþjónn segir að grunur sé um að ákveðinn hópur standi að baki nokkrum málanna. Síðan á miðvikudag hafa tveir verið handteknir í tveimur aðskildum málum vegna gruns um fíkniefnainnflutning á Keflavíkurflugvelli. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á þessu ári og má þar nefna þegar átján ára piltur var handtekinn fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni í byrjun apríl og þegar tvær stúlkur, önnur 17 ára og hin 18 ára voru handteknar fyrir innflutning á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðanum nitazene. Báðar rannsóknir eru á lokametrunum. Mikil ákefð í innflutningi Nú eru sextán mál til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og fjörutíu og eitt opið hjá embættinu. Nítján eru í haldi vegna þeirra. „Það er búin að vera mikil ákefð í innflutningi á fíkniefnum á þessu ári og miðað við það meðaltal sem við erum að sjá núna þá er það talsvert hærra en hefur verið,“ segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum en að meðaltali hafa átján verið í gæsluvarðhaldi hjá embættinu á hverjum degi á þessu ári. Augljóst sé að glufa sé á markaðnum. „Það getur sagt okkur ýmislegt, í fyrsta lagi hlýtur eitthvað að vanta í landinu þannig að menn eru að reyna. Og ekki síður er þetta merki um öflugt eftirlit lögreglunnar og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og bara í kringum landið. Við erum farin að læra mynstur, erum fljótari að bregðast við og alþjóðasamstarfið er að skila okkur auknum árangri í þessum málum.“ Grunur um að málin tengist Lagt hefur verið hald á kókaín, metamfetamínkristala, amfetamín- og kókaínbasa og oxycontin - svo fátt eitt sé nefnt. Bjarney segir að skoða þurfi öll málin í samhengi við hvort annað. Er þá grunur um að einhver þessara mála tengist? „Já, já,“ segir Bjarney. Og að það séu sömu aðilar sem standi þarna að baki? „Allavega einhver hópur aðila, já.“ Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00 Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05 Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Síðan á miðvikudag hafa tveir verið handteknir í tveimur aðskildum málum vegna gruns um fíkniefnainnflutning á Keflavíkurflugvelli. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á þessu ári og má þar nefna þegar átján ára piltur var handtekinn fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni í byrjun apríl og þegar tvær stúlkur, önnur 17 ára og hin 18 ára voru handteknar fyrir innflutning á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðanum nitazene. Báðar rannsóknir eru á lokametrunum. Mikil ákefð í innflutningi Nú eru sextán mál til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og fjörutíu og eitt opið hjá embættinu. Nítján eru í haldi vegna þeirra. „Það er búin að vera mikil ákefð í innflutningi á fíkniefnum á þessu ári og miðað við það meðaltal sem við erum að sjá núna þá er það talsvert hærra en hefur verið,“ segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum en að meðaltali hafa átján verið í gæsluvarðhaldi hjá embættinu á hverjum degi á þessu ári. Augljóst sé að glufa sé á markaðnum. „Það getur sagt okkur ýmislegt, í fyrsta lagi hlýtur eitthvað að vanta í landinu þannig að menn eru að reyna. Og ekki síður er þetta merki um öflugt eftirlit lögreglunnar og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og bara í kringum landið. Við erum farin að læra mynstur, erum fljótari að bregðast við og alþjóðasamstarfið er að skila okkur auknum árangri í þessum málum.“ Grunur um að málin tengist Lagt hefur verið hald á kókaín, metamfetamínkristala, amfetamín- og kókaínbasa og oxycontin - svo fátt eitt sé nefnt. Bjarney segir að skoða þurfi öll málin í samhengi við hvort annað. Er þá grunur um að einhver þessara mála tengist? „Já, já,“ segir Bjarney. Og að það séu sömu aðilar sem standi þarna að baki? „Allavega einhver hópur aðila, já.“
Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00 Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05 Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00
Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05
Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54