Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2025 12:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er afar sáttur með söluna á hluti ríkisins í Íslandsbanka. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Útboði á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær en að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af áttu einstaklingar, sem nutu forgangs í útboðinu, rúm 97 prósent af öllum tilboðum í tilboðsbók A. Tilboð einstaklinga námu 88,2 milljörðum króna og bárust frá 31.274 einstaklingum og var meðaltilboð um 2,82 milljónir króna en lágmarkstilboð var hundrað þúsund krónur og hámarkið tuttugu milljónir á einstaklinga. Eftirspurn almennings langt umfram væntingar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir útboðið hafa verið vel heppnað. Þetta séu mjög góðar fréttir. „Og eftirspurnin sérstaklega hjá almenningi langt umfram það sem við bjuggumst við en þetta er geysilega ánægjulegt og sýnir að þessi langi undirbúningur sem málið fékk, þetta var auðvitað í vinnslu síðustu ríkisstjórnar sem við síðan tökum við, þingið samþykkti lögin einróma, hann er að skila sér í trausti á ferlinu.“ Ekki sé áhyggjuefni hve fagfjárfestar hafi fengið lítinn hlut í útboðinu en aðeins 2,4 milljarðar standa þeim til boða. „Auðvitað var það þannig að lögin áttu að taka tillit til allra sjónarmiða en það hefur alltaf verið skýrt, var skýrt hjá fyrri ríkisstjórn og er skýrt hjá þessari ríkisstjórn að forgangur almennings væri aðalatriði og það að áhugi almennings hafi reynst svona mikill er bara fagnaðarefni, þannig ég get ekki séð þetta sem neikvæðan hlut í ljósi þess að jákvæði hlutinn vegur þar miklu þyngra.“ Útboðsgengið var 106,5 krónur á hlut á meðan markaðsvirði var 114,5 krónur. Ráðherra segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði þrátt fyrir gífurlegan áhuga. „Það er auðvitað alltaf hægt að velta þessu fyrir sér, en ja þegar að þjóðin kaupir af þjóðinni þá kannski horfir þetta öðruvísi við, ég held síðan að miðað við alla stöðu á markaði, við höfum farið vandlega yfir hvaða afsláttur hafi verið í almennt stórum útboðum í Evrópu á undanförnum mánuðum, þá var þetta frekar hóflegur afsláttur þannig ég segi bara nei og óska bara nýjum eigendum Íslandsbanka til hamingju með kaupin.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kauphöllin Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Útboði á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær en að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af áttu einstaklingar, sem nutu forgangs í útboðinu, rúm 97 prósent af öllum tilboðum í tilboðsbók A. Tilboð einstaklinga námu 88,2 milljörðum króna og bárust frá 31.274 einstaklingum og var meðaltilboð um 2,82 milljónir króna en lágmarkstilboð var hundrað þúsund krónur og hámarkið tuttugu milljónir á einstaklinga. Eftirspurn almennings langt umfram væntingar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir útboðið hafa verið vel heppnað. Þetta séu mjög góðar fréttir. „Og eftirspurnin sérstaklega hjá almenningi langt umfram það sem við bjuggumst við en þetta er geysilega ánægjulegt og sýnir að þessi langi undirbúningur sem málið fékk, þetta var auðvitað í vinnslu síðustu ríkisstjórnar sem við síðan tökum við, þingið samþykkti lögin einróma, hann er að skila sér í trausti á ferlinu.“ Ekki sé áhyggjuefni hve fagfjárfestar hafi fengið lítinn hlut í útboðinu en aðeins 2,4 milljarðar standa þeim til boða. „Auðvitað var það þannig að lögin áttu að taka tillit til allra sjónarmiða en það hefur alltaf verið skýrt, var skýrt hjá fyrri ríkisstjórn og er skýrt hjá þessari ríkisstjórn að forgangur almennings væri aðalatriði og það að áhugi almennings hafi reynst svona mikill er bara fagnaðarefni, þannig ég get ekki séð þetta sem neikvæðan hlut í ljósi þess að jákvæði hlutinn vegur þar miklu þyngra.“ Útboðsgengið var 106,5 krónur á hlut á meðan markaðsvirði var 114,5 krónur. Ráðherra segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði þrátt fyrir gífurlegan áhuga. „Það er auðvitað alltaf hægt að velta þessu fyrir sér, en ja þegar að þjóðin kaupir af þjóðinni þá kannski horfir þetta öðruvísi við, ég held síðan að miðað við alla stöðu á markaði, við höfum farið vandlega yfir hvaða afsláttur hafi verið í almennt stórum útboðum í Evrópu á undanförnum mánuðum, þá var þetta frekar hóflegur afsláttur þannig ég segi bara nei og óska bara nýjum eigendum Íslandsbanka til hamingju með kaupin.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kauphöllin Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira