Baráttan um jólagestina hafin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. maí 2025 21:03 Úr auglýsingu Baggalúts fyrir jólatónleikana þar sem félagarnir eru með gaddfreðinn jólasvein og bíða þess að hann þiðni. Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar. Hart var barist á jólatónleikamarkaðnum í fyrra þar sem framboðið hafði líklega aldrei verið eins mikið og fjölbreytt. Í umfjöllun Vísis var sagt frá fjölda stórtónleika í tilefni hátíðanna í desember, með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna, grínista og annarra listamanna. Tekjur af miðasölu á þessum tónleikum námu hundruðum milljóna króna, auk tekna af veitingasölu og varningi. Baggalútur hefur haldið jólatónleika í átján ár í röð, og í fyrra var það fjórtánda skiptið í Háskólabíói. Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima sveitarinnar, sagði þá að fjölbreytt framboð jólatónleika væri jákvætt skref, en viðurkenndi að samkeppnin væri orðin mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ sagði Bragi á léttum nótum. Vitringarnir þrír, sem samanstanda af Friðriki Ómari, Jógvani Hansen og Eyþóri Inga, héldu sína fyrstu sameiginlegu jólatónleika í fyrra. Viðbrögðin voru framar vonum, með tíu þúsund seldum miðum og tuttugu sýningum. Friðrik Ómar sagði þá að þeir væru ekki að bera sig saman við aðra, heldur einblína á sitt eigið verkefni. Eyþór, Jógvan og Friðrik Ómar ætla sér stóra hluti fyrir sunnan og norðan heiða í aðdraganda jóla.RÚV Aðrir listamenn, eins og Sigga Beinteins og Emmsjé Gauti, hafa einnig tekið þátt í jólatónleikum undanfarin ár. Sigga hélt sína fimmtándu jólatónleika í fyrra, með fjölbreyttum hópi gesta, þar á meðal Borgardætrum, Diddú, Helgu Braga og Bjarna töframanni. Emmsjé Gauti hélt sína áttundu jólasýningu, Julevenner, í nýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti. Við þetta bætast svo sýningar grínistanna Ara Eldjárn og Sóla Hólm. Þá eru ónefndur fjöldi tónleika til viðbótar um allt land þar sem tónlistarfólk, kórar og aðrir blása til jólaveislu. Athygli vakti í fyrra þegar fyrstu auglýsingar Vitringanna birtust í sjónvarpi í júní þegar forsetakosningarnar fóru fram. Nú eru bæði Baggalútur og Vitringarnir mánuði fyrr á ferðinni og ólíklegt að baráttan um gesti á jólatónleika hafi nokkurn tímann hafist svo snemma. Tónlist Jól Auglýsinga- og markaðsmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Hart var barist á jólatónleikamarkaðnum í fyrra þar sem framboðið hafði líklega aldrei verið eins mikið og fjölbreytt. Í umfjöllun Vísis var sagt frá fjölda stórtónleika í tilefni hátíðanna í desember, með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna, grínista og annarra listamanna. Tekjur af miðasölu á þessum tónleikum námu hundruðum milljóna króna, auk tekna af veitingasölu og varningi. Baggalútur hefur haldið jólatónleika í átján ár í röð, og í fyrra var það fjórtánda skiptið í Háskólabíói. Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima sveitarinnar, sagði þá að fjölbreytt framboð jólatónleika væri jákvætt skref, en viðurkenndi að samkeppnin væri orðin mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ sagði Bragi á léttum nótum. Vitringarnir þrír, sem samanstanda af Friðriki Ómari, Jógvani Hansen og Eyþóri Inga, héldu sína fyrstu sameiginlegu jólatónleika í fyrra. Viðbrögðin voru framar vonum, með tíu þúsund seldum miðum og tuttugu sýningum. Friðrik Ómar sagði þá að þeir væru ekki að bera sig saman við aðra, heldur einblína á sitt eigið verkefni. Eyþór, Jógvan og Friðrik Ómar ætla sér stóra hluti fyrir sunnan og norðan heiða í aðdraganda jóla.RÚV Aðrir listamenn, eins og Sigga Beinteins og Emmsjé Gauti, hafa einnig tekið þátt í jólatónleikum undanfarin ár. Sigga hélt sína fimmtándu jólatónleika í fyrra, með fjölbreyttum hópi gesta, þar á meðal Borgardætrum, Diddú, Helgu Braga og Bjarna töframanni. Emmsjé Gauti hélt sína áttundu jólasýningu, Julevenner, í nýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti. Við þetta bætast svo sýningar grínistanna Ara Eldjárn og Sóla Hólm. Þá eru ónefndur fjöldi tónleika til viðbótar um allt land þar sem tónlistarfólk, kórar og aðrir blása til jólaveislu. Athygli vakti í fyrra þegar fyrstu auglýsingar Vitringanna birtust í sjónvarpi í júní þegar forsetakosningarnar fóru fram. Nú eru bæði Baggalútur og Vitringarnir mánuði fyrr á ferðinni og ólíklegt að baráttan um gesti á jólatónleika hafi nokkurn tímann hafist svo snemma.
Tónlist Jól Auglýsinga- og markaðsmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira