Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 19. maí 2025 07:01 Þegar þrengt er að mannréttindum eins og staðreyndin er um þessar mundir í heiminum, er byrjað á viðkvæmasta hópnum, þeim sem fæstir skilja. Í þetta sinn er trans fólk í eldlínunni en í gegnum tíðina hafa það verið hommar og lesbíur, útlendingar, fólk með fötlun, konur og aðrir hópar sem sögulega hafa ekki farið með völd og áhrif í opinberri umræðu. Og umræðan er sú sama og alltaf, það er alið á ótta við að fólk fái mannréttindi á við aðra. Að það sé á einhvern hátt skaðlegt að viðurkenna tilvist fólks og tilverurétt til jafns við aðra. Rætnar sögur fara á kreik en þegar grafið er dýpra eru þetta alltaf sömu sögurnar: Fyrir fjörutíu árum síðan voru þetta sögur um homma sem leituðu á unga drengi og reynt að draga samansemmerki á milli barnaníðs og kynhneigðar, það var meira að segja umræða um hvort hommar ættu að nota sömu sturtur í sundi og aðrir karlar. Konur þóttu of tilfinningasamar til að geta tekið þátt í rökhyggjunni sem þarf til að nýta kosningarétt, fólk með fötlun þótti illa lyktandi og óviðeigandi í samskiptum, útlendingar voru allir álitnir nauðgarar og svo mætti áfram telja. Þessi hræðsluáróður er svo gjarnan rammað inn sem vernd fyrir konur og börn en í raun er þetta ekkert annað en viðleitni til að halda í óbreytt ástand í samfélaginu. Þegar jaðarsettir hópar hafa fengið sömu réttindi og aðrir borgarar hefur það nær undantekningarlaust auðgað líf samfélagsins alls. Það ógnaði ekki gagnkynja hjónaböndum að hjónabönd tveggja einstaklinga af sama kyni hlytu viðurkenningu. Með tilkomu kvenna í stjórnmálum komust leikskólamál og kynbundið ofbeldi loks á dagskrá stjórnmálanna, öllum til hagsbóta. Fólk með fötlun er ekki lengur lokað inni á stofnunum með þeirri skerðingu á lífsgæðum sem það er fyrir þau og þeirra nánustu og í samfélagi fjölbreytilegra þjóðerna víkkar sjóndeildarhringur allra. Nú reyna þau sem óttast að missa völd, status og yfirráð að telja okkur trú um að trans fólk sé ógnin. Það er markvisst gert lítið úr þeim tilfinningum sem trans fólk upplifir, þá vanlíðan sem það upplifir og þá dýrmætu gleði sem fylgir því að fá að vera þú sjálf/t/ur. Spunnar eru sögur um „karla sem þykjast vera konur“ til þess að smygla sér inn í kvennarými; kvennaathvörf, kvennaklósett eða kvennaklefa, allt í þeim tilgangi að valda konum skaða. Litið er á „trans“ sem einhverja tískubylgju eða pólitíska afstöðu og horft framhjá því að trans fólk hefur alltaf verið til, í öllum samfélögum og menningarheimum. Umræðan er skuggalega lík umræðunni sem var um samkynhneigða fyrir nokkrum áratugum. Staðreyndin er sú að karlar hafa ekki þurft að smygla sér inn í kvennarými á fölskum forsendum til að beita þær ofbeldi – konur eru í raun í mestri hættu gagnvart þeim sem standa þeim næst. Og þegar við tölum um ofbeldi er það reynslan frá Stígamótum að ofbeldi gegn trans konum er af sama meiði og ofbeldi gegn öðrum konum. Trans fólk er reyndar mjög berskjaldað fyrir ofbeldi eins og annað fólk sem ekki passar inn í normið (fatlað fólk, útlendingar, sýnilega hinsegin fólk, og já, konur). Þegar skotleyfi er gefið á einn hóp í samfélaginu er svo auðvelt að færa mörkin og gefa skotleyfi á næsta hóp, og svo næsta. Það hefur nú þegar gerst og hafa afturhaldsöfl til dæmis beint sjónum sínum að einhverfu fólki og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama og frjósemi. Ramminn utanum það sem þykir ásættanlegt þrengist og spjótin beinast í allar áttir, til dæmis að konum sem þykja karlmannlegar í útliti eða hafa karllæga kyntjáningu, of hávaxnar til dæmis, stuttklipptar, ómálaða eða of djúpraddaðar og eru dæmi þess að þeim hefur verið meinaður aðgangur að skilgreindum kvennarýmum. Og þetta mun ekki stoppa þar. Ábyrgð yfirvalda og fólks í valdastöðu er mikil, orð þeirra hafa mikið vægi og því mega yfirvöld ekki leyfa sér að afmennska fólk og ala á tortryggni í garð þeirra sem hvað mest þurfa á vernd að halda. Það að jaðarsetja ákveðna hópa setur þá beinlínis í hættu og yfirvöld verða að taka sér stöðu með mannréttindum í hvívetna og setja skýr mörk í opinberri umræðu. En ábyrgð okkar sem samfélag er einnig mikil og framlag hvers og eins okkar til baráttunnar fyrir réttlátara samfélagi skiptir máli, það hefur sagan einnig sýnt okkur. Þann árangur sem náðst hefur í mannréttindamálum á Íslandi má ekki síst þakka mikilli samstöðu innan kvennahreyfingarinnar og nú á síðustu áratugum, samstöðu kvennahreyfingarinnar og hinseginhreyfingarinnar. Þessi samstaða er fjöregg okkar, hún er dýrmæt, sjálfsögð og eðlileg og við verðum að standa vörð um hana. Við stöndum saman í baráttunni fyrir mannréttindum! Höfundar eru talskona Stígamóta og formaður Samtakanna 78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Drífa Snædal Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar þrengt er að mannréttindum eins og staðreyndin er um þessar mundir í heiminum, er byrjað á viðkvæmasta hópnum, þeim sem fæstir skilja. Í þetta sinn er trans fólk í eldlínunni en í gegnum tíðina hafa það verið hommar og lesbíur, útlendingar, fólk með fötlun, konur og aðrir hópar sem sögulega hafa ekki farið með völd og áhrif í opinberri umræðu. Og umræðan er sú sama og alltaf, það er alið á ótta við að fólk fái mannréttindi á við aðra. Að það sé á einhvern hátt skaðlegt að viðurkenna tilvist fólks og tilverurétt til jafns við aðra. Rætnar sögur fara á kreik en þegar grafið er dýpra eru þetta alltaf sömu sögurnar: Fyrir fjörutíu árum síðan voru þetta sögur um homma sem leituðu á unga drengi og reynt að draga samansemmerki á milli barnaníðs og kynhneigðar, það var meira að segja umræða um hvort hommar ættu að nota sömu sturtur í sundi og aðrir karlar. Konur þóttu of tilfinningasamar til að geta tekið þátt í rökhyggjunni sem þarf til að nýta kosningarétt, fólk með fötlun þótti illa lyktandi og óviðeigandi í samskiptum, útlendingar voru allir álitnir nauðgarar og svo mætti áfram telja. Þessi hræðsluáróður er svo gjarnan rammað inn sem vernd fyrir konur og börn en í raun er þetta ekkert annað en viðleitni til að halda í óbreytt ástand í samfélaginu. Þegar jaðarsettir hópar hafa fengið sömu réttindi og aðrir borgarar hefur það nær undantekningarlaust auðgað líf samfélagsins alls. Það ógnaði ekki gagnkynja hjónaböndum að hjónabönd tveggja einstaklinga af sama kyni hlytu viðurkenningu. Með tilkomu kvenna í stjórnmálum komust leikskólamál og kynbundið ofbeldi loks á dagskrá stjórnmálanna, öllum til hagsbóta. Fólk með fötlun er ekki lengur lokað inni á stofnunum með þeirri skerðingu á lífsgæðum sem það er fyrir þau og þeirra nánustu og í samfélagi fjölbreytilegra þjóðerna víkkar sjóndeildarhringur allra. Nú reyna þau sem óttast að missa völd, status og yfirráð að telja okkur trú um að trans fólk sé ógnin. Það er markvisst gert lítið úr þeim tilfinningum sem trans fólk upplifir, þá vanlíðan sem það upplifir og þá dýrmætu gleði sem fylgir því að fá að vera þú sjálf/t/ur. Spunnar eru sögur um „karla sem þykjast vera konur“ til þess að smygla sér inn í kvennarými; kvennaathvörf, kvennaklósett eða kvennaklefa, allt í þeim tilgangi að valda konum skaða. Litið er á „trans“ sem einhverja tískubylgju eða pólitíska afstöðu og horft framhjá því að trans fólk hefur alltaf verið til, í öllum samfélögum og menningarheimum. Umræðan er skuggalega lík umræðunni sem var um samkynhneigða fyrir nokkrum áratugum. Staðreyndin er sú að karlar hafa ekki þurft að smygla sér inn í kvennarými á fölskum forsendum til að beita þær ofbeldi – konur eru í raun í mestri hættu gagnvart þeim sem standa þeim næst. Og þegar við tölum um ofbeldi er það reynslan frá Stígamótum að ofbeldi gegn trans konum er af sama meiði og ofbeldi gegn öðrum konum. Trans fólk er reyndar mjög berskjaldað fyrir ofbeldi eins og annað fólk sem ekki passar inn í normið (fatlað fólk, útlendingar, sýnilega hinsegin fólk, og já, konur). Þegar skotleyfi er gefið á einn hóp í samfélaginu er svo auðvelt að færa mörkin og gefa skotleyfi á næsta hóp, og svo næsta. Það hefur nú þegar gerst og hafa afturhaldsöfl til dæmis beint sjónum sínum að einhverfu fólki og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama og frjósemi. Ramminn utanum það sem þykir ásættanlegt þrengist og spjótin beinast í allar áttir, til dæmis að konum sem þykja karlmannlegar í útliti eða hafa karllæga kyntjáningu, of hávaxnar til dæmis, stuttklipptar, ómálaða eða of djúpraddaðar og eru dæmi þess að þeim hefur verið meinaður aðgangur að skilgreindum kvennarýmum. Og þetta mun ekki stoppa þar. Ábyrgð yfirvalda og fólks í valdastöðu er mikil, orð þeirra hafa mikið vægi og því mega yfirvöld ekki leyfa sér að afmennska fólk og ala á tortryggni í garð þeirra sem hvað mest þurfa á vernd að halda. Það að jaðarsetja ákveðna hópa setur þá beinlínis í hættu og yfirvöld verða að taka sér stöðu með mannréttindum í hvívetna og setja skýr mörk í opinberri umræðu. En ábyrgð okkar sem samfélag er einnig mikil og framlag hvers og eins okkar til baráttunnar fyrir réttlátara samfélagi skiptir máli, það hefur sagan einnig sýnt okkur. Þann árangur sem náðst hefur í mannréttindamálum á Íslandi má ekki síst þakka mikilli samstöðu innan kvennahreyfingarinnar og nú á síðustu áratugum, samstöðu kvennahreyfingarinnar og hinseginhreyfingarinnar. Þessi samstaða er fjöregg okkar, hún er dýrmæt, sjálfsögð og eðlileg og við verðum að standa vörð um hana. Við stöndum saman í baráttunni fyrir mannréttindum! Höfundar eru talskona Stígamóta og formaður Samtakanna 78.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun