Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2025 22:59 Shane Lowry var reiður í dag. Getty/Warren Little Óhætt er að segja að Írinn Shane Lowry hafi orðið bálreiður á öðrum degi PGA-meistaramótsins í golfi í dag. „Til fjandans með þennan stað,“ öskraði kylfingurinn í bræði sinni á áttundu brautinni. Lowry virtist vera að koma sér í fínt færi á fugli á áttundu brautinni en boltinn hans lenti hins vegar ofan í holu eftir annan bolta og því erfitt að slá hann. Lowry fór fram á að mega taka boltann upp og láta hann falla, samkvæmt reglum um sokkinn bolta, en var meinað um það og brást ókvæða við. Hann sýndi Quail Hollow vellinum fokkmerkið og eftir höggið sitt sló hann aftur af krafti í grasið til að skemma völlinn. 🚨🏌️😠 #WATCH — Shane Lowry is PISSED after he was not given relief for an embedded ball. Should he have got relief? pic.twitter.com/S3DGQOsshi— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Hann endaði á að fá skolla á holunni og það virðist ætla að kosta Lowry það að hann endi einu höggi fyrir neðan niðurskurðarlínuna og verði því ekki meira með um helgina. Shane Lowry is not a happy man 😖🏌️ pic.twitter.com/NYwOUjRTPU— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Lowry lék hringinn í dag samtals á pari en hann fékk þrjá skolla og þrjá fugla. Hann lék á +2 höggum í gær og er þegar þetta er skrifað í 75. sæti ásamt fleiri kylfingum en niðurskurðarlínan er í +1. Vegas enn efstur Ekki hafa allir kylfingar lokið leik í dag en efstur er Venesúelabúinn Jhonattan Vegas sem átti svo magnaðan hring í gær, þegar hann lék á -7 höggum, en hann lék hringinn í dag á einu höggi undir pari og er því samtals á -8. Staðan á mótinu Næstir á eftir, þegar þetta er skrifað, eru Matthieu Pavon, Matt Fitzpatrick og Si Woo Kim á -6 höggum en Kim á tvær holur eftir. Rory McIlroy er kominn upp í 38. sæti á -4 höggum í dag, og samtals -1 höggi, en á tvær holur eftir í dag. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending á morgun, laugardag, klukkan 18. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Lowry virtist vera að koma sér í fínt færi á fugli á áttundu brautinni en boltinn hans lenti hins vegar ofan í holu eftir annan bolta og því erfitt að slá hann. Lowry fór fram á að mega taka boltann upp og láta hann falla, samkvæmt reglum um sokkinn bolta, en var meinað um það og brást ókvæða við. Hann sýndi Quail Hollow vellinum fokkmerkið og eftir höggið sitt sló hann aftur af krafti í grasið til að skemma völlinn. 🚨🏌️😠 #WATCH — Shane Lowry is PISSED after he was not given relief for an embedded ball. Should he have got relief? pic.twitter.com/S3DGQOsshi— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Hann endaði á að fá skolla á holunni og það virðist ætla að kosta Lowry það að hann endi einu höggi fyrir neðan niðurskurðarlínuna og verði því ekki meira með um helgina. Shane Lowry is not a happy man 😖🏌️ pic.twitter.com/NYwOUjRTPU— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Lowry lék hringinn í dag samtals á pari en hann fékk þrjá skolla og þrjá fugla. Hann lék á +2 höggum í gær og er þegar þetta er skrifað í 75. sæti ásamt fleiri kylfingum en niðurskurðarlínan er í +1. Vegas enn efstur Ekki hafa allir kylfingar lokið leik í dag en efstur er Venesúelabúinn Jhonattan Vegas sem átti svo magnaðan hring í gær, þegar hann lék á -7 höggum, en hann lék hringinn í dag á einu höggi undir pari og er því samtals á -8. Staðan á mótinu Næstir á eftir, þegar þetta er skrifað, eru Matthieu Pavon, Matt Fitzpatrick og Si Woo Kim á -6 höggum en Kim á tvær holur eftir. Rory McIlroy er kominn upp í 38. sæti á -4 höggum í dag, og samtals -1 höggi, en á tvær holur eftir í dag. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending á morgun, laugardag, klukkan 18.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira