Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 17. maí 2025 12:32 Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki. Rapyd er illa þokkað vegna ummæla aðaleiganda þess, sem er stjónarformaður útibúsins Íslandi, í þá veru að það eina sem máli skipti sé að Ísrael sigri - og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli í því samhengi. Enn alvarlegri er þó bein þáttaka Rapyd í þjóðarmorðinu á Gaza, sem fjölmiðlar í Ísrael hafa sagt frá; vinnu með ísraelska hernum að því að rekja peningasendingar til Hamas, og fjárgjafir Rapyd til þess að kaupa útbúnað fyrir ísraelska herinn til að nota í hernaðinum. Vegna þessa fela landsliðskonur okkar í handbolta merki Rapyd á búningunum sínum. Vegna þessa hafa hundruð íslenskra fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd. Vegna þessa sögðu 60% þjóðarinna í skoðanakönnun fyrir meira en ári að þau vilji ekki skipta við þau fyrirtæki sem nota greiðslumiðlun Rapyd. (Óhætt er að fullyrða að sú tala hefur hækkað með dánartölu barnanna á Gaza). Það stríðir eingfaldlega gegn siðferðiskennd okkar og samvisku að skipta við slíkt fyrirtæki. Við getum ekki hugsað okkur það. Ríkisstjórn Valkyrjanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra okkar hafa á alþjóðavettvangi reynt að fá aðrar þjóðir með í aðgerðir sem gætu stoppa árásir Ísraels á vopnlaust og innikróað fólk á Gaza. Kristrún og Þorgerður eiga lof skilið fyrir þessa viðleitni og einarðan málflutning sinn. Hann er Íslandi til sóma. En sá málflutningur er innantómur ef íslenska ríkið gerir á sama tíma samning við ísraelskt fyrirtæki sem tekur þátt í þessu þjóðarmorði. Það segir sig sjálft. Þriðja valkyrjan, Inga Sæland, hefur örugglega, eins og við flest, samúð og samkennd með þeim fjölda flóttamanna frá Palestínu sem fengið hafa hæli á Íslandi og getur sett sig í þeirra spor. Að þurfa að borga Rapyd í hvert sinn sem greiða þarf skólagjöld eða komu á sjúkrahús; fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum og dauða sem ástvinir þeirra eru að ganga í gegnum á Gaza. Það nær ekki nokkurri átt. Mikill meirhluti Íslendinga styður málstað Palestínu fram yfir málstað Ísraels samkvæmt könnun Maskínu frá síðasta hausti. Það sem er enn athyglisverðara er að meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka er þessarar skoðunar. Niðurstaða Það gengur einfaldlega ekki að ríkisvaldið gefi okkur ekkert val. Heldur neyði okkur til að skipta við fyrirtæki sem meirihluti okkar vill - af siðferðilegum ástæðum - ekki eiga nein viðskipti við. Þess vegna verða Valkyrjurnar að rifta þessum samningi við Rapyd. Það kann að kosta eitthvað fyrst svona er komið en við greiðum það gjald með gleði. Allt frekar en skipta við Rapyd í hvert sinn sem við borgum opinberum stofnunum á Íslandi. Sú tilhugsun er algerlega óbærileg. Þetta snýst um miklu meiri verðmæti en peninga. Höfundur er áhugamaður um frið og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki. Rapyd er illa þokkað vegna ummæla aðaleiganda þess, sem er stjónarformaður útibúsins Íslandi, í þá veru að það eina sem máli skipti sé að Ísrael sigri - og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli í því samhengi. Enn alvarlegri er þó bein þáttaka Rapyd í þjóðarmorðinu á Gaza, sem fjölmiðlar í Ísrael hafa sagt frá; vinnu með ísraelska hernum að því að rekja peningasendingar til Hamas, og fjárgjafir Rapyd til þess að kaupa útbúnað fyrir ísraelska herinn til að nota í hernaðinum. Vegna þessa fela landsliðskonur okkar í handbolta merki Rapyd á búningunum sínum. Vegna þessa hafa hundruð íslenskra fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd. Vegna þessa sögðu 60% þjóðarinna í skoðanakönnun fyrir meira en ári að þau vilji ekki skipta við þau fyrirtæki sem nota greiðslumiðlun Rapyd. (Óhætt er að fullyrða að sú tala hefur hækkað með dánartölu barnanna á Gaza). Það stríðir eingfaldlega gegn siðferðiskennd okkar og samvisku að skipta við slíkt fyrirtæki. Við getum ekki hugsað okkur það. Ríkisstjórn Valkyrjanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra okkar hafa á alþjóðavettvangi reynt að fá aðrar þjóðir með í aðgerðir sem gætu stoppa árásir Ísraels á vopnlaust og innikróað fólk á Gaza. Kristrún og Þorgerður eiga lof skilið fyrir þessa viðleitni og einarðan málflutning sinn. Hann er Íslandi til sóma. En sá málflutningur er innantómur ef íslenska ríkið gerir á sama tíma samning við ísraelskt fyrirtæki sem tekur þátt í þessu þjóðarmorði. Það segir sig sjálft. Þriðja valkyrjan, Inga Sæland, hefur örugglega, eins og við flest, samúð og samkennd með þeim fjölda flóttamanna frá Palestínu sem fengið hafa hæli á Íslandi og getur sett sig í þeirra spor. Að þurfa að borga Rapyd í hvert sinn sem greiða þarf skólagjöld eða komu á sjúkrahús; fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum og dauða sem ástvinir þeirra eru að ganga í gegnum á Gaza. Það nær ekki nokkurri átt. Mikill meirhluti Íslendinga styður málstað Palestínu fram yfir málstað Ísraels samkvæmt könnun Maskínu frá síðasta hausti. Það sem er enn athyglisverðara er að meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka er þessarar skoðunar. Niðurstaða Það gengur einfaldlega ekki að ríkisvaldið gefi okkur ekkert val. Heldur neyði okkur til að skipta við fyrirtæki sem meirihluti okkar vill - af siðferðilegum ástæðum - ekki eiga nein viðskipti við. Þess vegna verða Valkyrjurnar að rifta þessum samningi við Rapyd. Það kann að kosta eitthvað fyrst svona er komið en við greiðum það gjald með gleði. Allt frekar en skipta við Rapyd í hvert sinn sem við borgum opinberum stofnunum á Íslandi. Sú tilhugsun er algerlega óbærileg. Þetta snýst um miklu meiri verðmæti en peninga. Höfundur er áhugamaður um frið og frelsi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun