Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2025 19:00 Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir afar tímafrekt að rannsaka fölsuð skilríki. Vísir/Lýður Valberg Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. Framboð af fölsuðum ökuskírteinum sem hægt er að kaupa í gegnum samfélagsmiðla hér á landi hefur aukist jafnt og þétt og hafa þessi fölsuðu skírteini aldrei verið eins fullkomin. Það felur meðal annars í sér að hægt er að fá þau til að virka með snjallsímalausnum á borð við Apple Wallet og Google Play. Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir áhyggjuefni hve fullkomin slík skilríki séu orðin. „Síðustu tvö til þrjú ár þá hefur þetta aukist töluvert. Við erum að tala um að meira en helmingurinn eru ökuskírteini. Það er ýmislegt annað sem kemur til eins og dvalarleyfi og kennivottorð. Ökuskírteini eru mjög algeng núna og það er af ýmsum toga og kemur með póstsendingum eða afhent við afskipti lögreglu og við eigum mjög gott samstarf við tollgæslu þegar kemur að þessu og við merkjum líka það að þessi ökuskírteini hafa verið keypt á netinu, prentuð og send svo hingað og stoppuð af tollinum,“ segir Jón Þór. Glæpastarfsemi, ólöglegir útlendingar og áfengiskaup ungmenna Síðastliðin tvö ár hafi lögregla skoðað um áttatíu skilríki sem hafi reynst fölsuð, þar af séu sextíu prósent fölsuð ökuskírteini og aukningin mikil að sögn Jóns. „Til hvers, af hverju er verið að framvísa fölsuðum skilríkjum og hverjir eru að gera það? Við erum að sjá skipulagða glæpastarfsemi, í mínu tilfelli erlenda ríkisborgara í ólöglegri dvöl og svo erum við líka að sjá unga fólkið sem vill komast í áfengisbúðina, þannig að þetta er breið flóra.“ Mesta þekkingin á málaflokknum sé á Suðurnesjum og þangað rati vafaatriði við rannsóknarvinnu vegna falsaðra skilríkja. Jón segir ýmislegt sem lögregla geti gert til að bregðast við miklu framboði af fölsuðum skilríkjum. „Við eigum í góðu samstarfi við tollgæslu, auka þekkingu lögreglumanna sem eru úti á vettvangi. Þetta er í eðli sínu bara mjög tímafrekt, greining á fölsuðum skilríkjum og rannsókn á þessum málum,“ segir Jón Þór. Lögreglumál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Framboð af fölsuðum ökuskírteinum sem hægt er að kaupa í gegnum samfélagsmiðla hér á landi hefur aukist jafnt og þétt og hafa þessi fölsuðu skírteini aldrei verið eins fullkomin. Það felur meðal annars í sér að hægt er að fá þau til að virka með snjallsímalausnum á borð við Apple Wallet og Google Play. Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir áhyggjuefni hve fullkomin slík skilríki séu orðin. „Síðustu tvö til þrjú ár þá hefur þetta aukist töluvert. Við erum að tala um að meira en helmingurinn eru ökuskírteini. Það er ýmislegt annað sem kemur til eins og dvalarleyfi og kennivottorð. Ökuskírteini eru mjög algeng núna og það er af ýmsum toga og kemur með póstsendingum eða afhent við afskipti lögreglu og við eigum mjög gott samstarf við tollgæslu þegar kemur að þessu og við merkjum líka það að þessi ökuskírteini hafa verið keypt á netinu, prentuð og send svo hingað og stoppuð af tollinum,“ segir Jón Þór. Glæpastarfsemi, ólöglegir útlendingar og áfengiskaup ungmenna Síðastliðin tvö ár hafi lögregla skoðað um áttatíu skilríki sem hafi reynst fölsuð, þar af séu sextíu prósent fölsuð ökuskírteini og aukningin mikil að sögn Jóns. „Til hvers, af hverju er verið að framvísa fölsuðum skilríkjum og hverjir eru að gera það? Við erum að sjá skipulagða glæpastarfsemi, í mínu tilfelli erlenda ríkisborgara í ólöglegri dvöl og svo erum við líka að sjá unga fólkið sem vill komast í áfengisbúðina, þannig að þetta er breið flóra.“ Mesta þekkingin á málaflokknum sé á Suðurnesjum og þangað rati vafaatriði við rannsóknarvinnu vegna falsaðra skilríkja. Jón segir ýmislegt sem lögregla geti gert til að bregðast við miklu framboði af fölsuðum skilríkjum. „Við eigum í góðu samstarfi við tollgæslu, auka þekkingu lögreglumanna sem eru úti á vettvangi. Þetta er í eðli sínu bara mjög tímafrekt, greining á fölsuðum skilríkjum og rannsókn á þessum málum,“ segir Jón Þór.
Lögreglumál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira