Madrid CFF komst tveimur mörkum yfir snemma í fyrri hálfleik og var á fínni siglingu, en fékk þrjú mörk á sig með skömmu millibili í seinni hálfleik og lenti undir. Liðið gafst ekki upp, Emilie Nautnes fullkomnaði sína þrennu með tveimur mörkum til viðbótar á lokamínútunum og tryggði liðinu 4-3 sigur.
Hildur var tekin af velli rétt áður en síðustu tvö mörkin voru skoruð.
Sigurinn í lokaumferðinni færði Madrid CFF 33. stigið í 30. leiknum og upp í tíunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sem Barcelona vann með yfirburðum sjötta árið í röð.
Ásdís Karen Halldórsdóttir sat á bekknum og kom ekki við sögu í dag, en tók alls þátt í ellefu leikjum á tímabilinu. Með þrjátíu mínútur að meðaltali í leik án markframlags.
Hildur spilaði í 22 af 30 leikjum liðsins á tímabilinu, sextíu mínútur að meðaltali í leik, skoraði eitt mark í tólftu umferð og gaf eina stoðsendingu í fimmtándu umferð. Hún missti tæpa tvo mánuði úr, í febrúar og mars, vegna meiðsla.
Hildur er fastamaður í íslenska landsliðinu og var valin í hópinn fyrir komandi leiki gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni.