Innherji

Bankinn gæti talið meiri á­hættu að lækka vexti „of hægt en of hratt“

Hörður Ægisson skrifar
„Mér finnst ótrúlegt að þróun í alþjóðlegu efnahagslífi hafi ekki fengið meira umtal í tengslum við þessa vaxtaákvörðun. Tollar í stærsta hagkerfi heims hafa fimmfaldast frá áramótum," segir einn hagfræðingur sem telur að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og peningastefnunefndin muni lækka vextina um 25 punkta á miðvikudaginn.
„Mér finnst ótrúlegt að þróun í alþjóðlegu efnahagslífi hafi ekki fengið meira umtal í tengslum við þessa vaxtaákvörðun. Tollar í stærsta hagkerfi heims hafa fimmfaldast frá áramótum," segir einn hagfræðingur sem telur að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og peningastefnunefndin muni lækka vextina um 25 punkta á miðvikudaginn.

Þótt síðasta verðbólgumæling hafi verið „svekkjandi“ þá telja langflestir markaðsaðilar að peningastefnunefnd Seðlabankans muni horfa framhjá henni og lækka vextina aftur um 25 punkta, samkvæmt könnun Innherja, og benda sumir á að meirihluti nefndarmanna hljóti núna að líta til þess að meiri áhætta kunni að fylgja því að „lækka vexti of hægt en of hratt.“ Þá furða margir sig á því að viðvarandi sögulega hátt aðhaldsstig bankans sé ekki gagnrýnt í meira mæli og segja „ótrúlegt“ hversu lítið umtal sé um áhrifin af vaxandi óvissu og spennu í alþjóðlegu efnahagslífi.


Tengdar fréttir

Varar Seðla­bankann við því að endur­taka fyrri mis­tök með hávaxta­stefnu sinni

Forstjóri eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins fer hörðum orðum um vaxtastefnu Seðlabankans, sem er „alltof upptekinn“ við að rýna í baksýnisspegilinn nú þegar verðbólgan sé ekki lengur keyrð áfram af þenslu, og varar við því að mistökin í aðdraganda fjármálahrunsins verði endurtekin þegar hátt vaxtastig viðhélt óraunhæfu gengi krónunnar samtímis því að heimili og fyrirtæki neyddust til að fjármagna sig í verðtryggðum krónum eða erlendum myntum. Hann telur að það „styttist í viðspyrnu“ á hlutabréfmarkaði eftir að hafa verið í skötulíki um langt skeið, meðal annars vegna skorts á fjölda virkra þátttakenda og einsleitni fjárfesta, en segir lífeyrissjóði sýna hugmyndum til að auka skilvirkni markaðarins lítinn áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×