Chelsea hafði unnið FA bikarinn þrjú ár í röð, misst hann til Manchester United á síðasta tímabili en endurheimti titilinn í dag og fullkomnaði þar með þrennutímabil sitt. FA bikarinn auk Englandsmeistaratitilsins og deildabikarsins.
Sandy Baltimore skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Celin Bizet braut af sér en dómarinn var vægast sagt aumur, samkvæmt lýsanda breska ríkisútvarpsins.
Baltimore stóðst pressuna fyrir framan mark Manchester United og rauðan sjó stuðningsmanna sem stóðu fyrir aftan, og lagði boltann í vinstra hornið.
Það dró svo ekki til tíðinda fyrr en seint í seinni hálfleik, þegar Catarino Macario bætti öðru marki við fyrir Chelsea. Sandy Baltimore setti svo þriðja markið í uppbótartíma.