Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 06:56 Scottie Scheffler ásamt konu sinni Meredith og syninum Bennett sem fögnuðu Wanamaker-verðlaunagripnum með honum. Getty/Kevin C. Cox Scottie Scheffler var tárvotur þegar hann lék lokaholuna á PGA-meistaramótinu í gær enda tilfinningarnar miklar eftir hans fyrsta sigur á mótinu, ári eftir að hann var handtekinn á sama móti. Þetta var þriðja risamótið sem Scheffler vinnur en hann hafði áður unnið Masters árin 2022 og 2024. Scheffler var með forystuna fyrir lokadaginn en náði ekki að njóta sín fyrri níu holurnar og var þá um tíma orðinn jafn Spánverjanum Jon Rahm á samtals -9 höggum. Spilamennska Rahm hrundi hins vegar gjörsamlega og endaði hann á -4 höggum á meðan að Scheffler vann á -11 höggum. Næstir á eftir honum urðu Bryson DeChambeau, Harris English og Davis Riley á -6 höggum hver. Jhonattan Vegas, sem var efstur eftir fyrstu tvo hringina, endaði á -5 höggum. Scheffler var handtekinn á miðju PGA-meistaramótinu í fyrra en hann var sakaður um að aka bílnum sínum inn á lokað svæði eftir að banaslys varð í nágrenni Valhalla klúbbhússins, þar sem mótið fór fram. Langar bílaraðir höfðu myndast og ætlaði Scheffler að komast framhjá þeim en var stöðvaður. Málið vakti gríðarlega athygli enda Scheffler þarna að mæta til leiks til að byrja sinn annan hring á mótinu. Hann var leystur út gegn tryggingargjaldi og kláraði hringinn og svo mótið. Málið gegn honum var síðar fellt niður. Þessi aðdragandi gæti hafa haft áhrif á það hvernig tilfinningarnar helltust yfir Scheffler í gær en hann lék lokaholuna tárvotur og fagnaði kröftuglega eftir lokapúttið sitt á mótinu. „Ég vissi að þessi dagur yrði krefjandi. Það er alltaf erfitt að klára risamót og ég gerði vel í að halda þolinmæði fyrri níu holurnar. Ég átti ekki minn besta leik en ég hélt mér inni í þessu og átti góðar seinni níu,“ sagði Scheffler sem naut sigursins með konu sinni og syni á Quail Hollow vellinum í gær. Bennett Scheffler's first major championship 🥹 pic.twitter.com/wG5jZYhYAf— PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2025 Scheffler bauð Rahm inn í baráttuna um sigurinn með því að leika fyrri níu holurnar í gær á +2 höggum en hann nældi svo í fugl á 10., 14. og 15. holu og endaði á að vinna öruggan sigur. Rahm, sem var í ráshópi tveimur holum á undan Scheffler, fékk hins vegar skolla á 16. holu og svo tvöfaldan skolla bæði á 17. og 18. holu, og endaði því í 8.-16. sæti. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Þetta var þriðja risamótið sem Scheffler vinnur en hann hafði áður unnið Masters árin 2022 og 2024. Scheffler var með forystuna fyrir lokadaginn en náði ekki að njóta sín fyrri níu holurnar og var þá um tíma orðinn jafn Spánverjanum Jon Rahm á samtals -9 höggum. Spilamennska Rahm hrundi hins vegar gjörsamlega og endaði hann á -4 höggum á meðan að Scheffler vann á -11 höggum. Næstir á eftir honum urðu Bryson DeChambeau, Harris English og Davis Riley á -6 höggum hver. Jhonattan Vegas, sem var efstur eftir fyrstu tvo hringina, endaði á -5 höggum. Scheffler var handtekinn á miðju PGA-meistaramótinu í fyrra en hann var sakaður um að aka bílnum sínum inn á lokað svæði eftir að banaslys varð í nágrenni Valhalla klúbbhússins, þar sem mótið fór fram. Langar bílaraðir höfðu myndast og ætlaði Scheffler að komast framhjá þeim en var stöðvaður. Málið vakti gríðarlega athygli enda Scheffler þarna að mæta til leiks til að byrja sinn annan hring á mótinu. Hann var leystur út gegn tryggingargjaldi og kláraði hringinn og svo mótið. Málið gegn honum var síðar fellt niður. Þessi aðdragandi gæti hafa haft áhrif á það hvernig tilfinningarnar helltust yfir Scheffler í gær en hann lék lokaholuna tárvotur og fagnaði kröftuglega eftir lokapúttið sitt á mótinu. „Ég vissi að þessi dagur yrði krefjandi. Það er alltaf erfitt að klára risamót og ég gerði vel í að halda þolinmæði fyrri níu holurnar. Ég átti ekki minn besta leik en ég hélt mér inni í þessu og átti góðar seinni níu,“ sagði Scheffler sem naut sigursins með konu sinni og syni á Quail Hollow vellinum í gær. Bennett Scheffler's first major championship 🥹 pic.twitter.com/wG5jZYhYAf— PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2025 Scheffler bauð Rahm inn í baráttuna um sigurinn með því að leika fyrri níu holurnar í gær á +2 höggum en hann nældi svo í fugl á 10., 14. og 15. holu og endaði á að vinna öruggan sigur. Rahm, sem var í ráshópi tveimur holum á undan Scheffler, fékk hins vegar skolla á 16. holu og svo tvöfaldan skolla bæði á 17. og 18. holu, og endaði því í 8.-16. sæti.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira