„Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 08:33 Andrea Kolbeinsdóttir varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi á sumardaginn fyrsta. Hún var þá að undirbúa sig fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið en segir þá keppni hafa breyst í martröð. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir segir að hlaup sitt í Kaupmannahafnarmaraþoninu, sem hún hafði undirbúið sig svo lengi og vandlega fyrir, hafi fljótt breyst í hina mestu martröð. Þó að Andrea hafi hlaupið maraþonið á 2:46:10 klukkutímum og endað í 21. sæti í keppni kvenna í maraþoninu þá var hlaupið henni mikil vonbrigði. „Allt var eins og það átti að vera, þar til það var það ekki. Hlaupið sem ég var búin að bíða eftir svo lengi, varð fljótt að hinni mestu martröð,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Andra hélt jöfnum hraða fyrstu 25 kílómetrana, á bilinu 3:39 - 3:44 mín/km, en svo fór að halla undan fæti hjá þessari miklu afrekskonu og kílómetrana fimm frá 35-40 hljóp hún á 24 mínútum og 23 sekúndum, eða á 4:53 mín/km. „Líklegt að koffín og stress hafi valdið magaveseni, sem hrjáði mig í gegnum allt hlaupið,“ skrifar Andrea sem í aðdraganda keppnistímabilsins hafði meðal annars verið í æfingabúðum í Kenía. Hún ætlaði sér því stóra hluti í Kaupmannahöfn og virtist á réttri braut þegar hún til að mynda varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi, í Víðvangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta, þegar hún hljóp á 16:29 mínútum og var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Andrea lætur þó engan bilbug á sér finna og er staðráðin í að læra af því hvernig fór í Danmörku. Þó að hún hafi orðið langfyrst af íslensku konunum í hlaupinu þá ætlaði hún sér stærri hluti. Hún hljóp til að mynda heilt maraþon á 2:42:15 í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2023, fjórum mínútum hraðar en í hlaupinu fyrir rúmri viku. „Í stað þess að brjóta í mér hjartað, er allt fólkið í kringum mig búið að láta það stækka. Engin vinna til einskis, við lærum og reynum aftur,“ skrifar Andrea. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sjá meira
Þó að Andrea hafi hlaupið maraþonið á 2:46:10 klukkutímum og endað í 21. sæti í keppni kvenna í maraþoninu þá var hlaupið henni mikil vonbrigði. „Allt var eins og það átti að vera, þar til það var það ekki. Hlaupið sem ég var búin að bíða eftir svo lengi, varð fljótt að hinni mestu martröð,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Andra hélt jöfnum hraða fyrstu 25 kílómetrana, á bilinu 3:39 - 3:44 mín/km, en svo fór að halla undan fæti hjá þessari miklu afrekskonu og kílómetrana fimm frá 35-40 hljóp hún á 24 mínútum og 23 sekúndum, eða á 4:53 mín/km. „Líklegt að koffín og stress hafi valdið magaveseni, sem hrjáði mig í gegnum allt hlaupið,“ skrifar Andrea sem í aðdraganda keppnistímabilsins hafði meðal annars verið í æfingabúðum í Kenía. Hún ætlaði sér því stóra hluti í Kaupmannahöfn og virtist á réttri braut þegar hún til að mynda varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi, í Víðvangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta, þegar hún hljóp á 16:29 mínútum og var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Andrea lætur þó engan bilbug á sér finna og er staðráðin í að læra af því hvernig fór í Danmörku. Þó að hún hafi orðið langfyrst af íslensku konunum í hlaupinu þá ætlaði hún sér stærri hluti. Hún hljóp til að mynda heilt maraþon á 2:42:15 í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2023, fjórum mínútum hraðar en í hlaupinu fyrir rúmri viku. „Í stað þess að brjóta í mér hjartað, er allt fólkið í kringum mig búið að láta það stækka. Engin vinna til einskis, við lærum og reynum aftur,“ skrifar Andrea.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn