„Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. maí 2025 12:45 Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema að þeir hafi kunnáttu á íslensku. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á fimmtudag. Samskipti skipti höfuð máli Helga Rósa Másdóttir, nýkjörinn formaður félagsins, segir skort á tungumálakunnáttu bitna bæði á þeim sem þiggja heilbrigðisþjónustu og þeim sem veita hana. „Þetta er náttúrulega samskiptafag og að geta átt góð samskipti við sjúklinga skiptir höfuð máli í að skilja líðan þeirra og eins líka í samskiptum við samstarfsfólkið. Það geta verið svona hröð samskipti þar sem að nákvæmar upplýsingar þurfa að skiljast vel á milli og þá skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál.“ Á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga af elrendu þjóðerni fjölgað úr sex prósentum í ellefu prósent. Þriðjungur útgefinna hjúkrunarleyfa á síðasta ári voru veitt fólki af erlendu þjóðerni. Helga segir það ekki liggja fyrir hve hátt hlutfall erlendra hjúkrunarfræðinga tali ekki íslensku. Tungumálakennsla geti skipt sköpum Skortur á tungumálakunnáttu valdi vanlíðan og mismunun í starfi og kallar Helga eftir heildrænum ferlum um móttöku erlendra hjúkrunarfræðinga og tungumálakennslu frá stjórnvöldum. „Við viljum fá þetta fólk og við þurfum á þeim að halda. En þá þurfum við líka að taka vel á móti þeim. Það hefur verið brotið á þeim, þeir hafa verið lægra launasettir og svo þegar það er talað við hjúkrunarfræðinga sem eru að flytjast á milli landa þá segja þeir allir það sama; Lykillinn að því að njóta sín í starfi og geta nýtt hæfni sína til fullnustu, það er að vera með tungumálið.“ Ísland sé að verða eftirbátur annara þjóða og bendir Helga á að víða fyrir utan landsteinanna eru gerðar strangar kröfur um tungumálakunnáttu gagnvart hjúkrunarfræðingum. Einnig þurfi að skerpa á kunnáttu erlendra starfsmanna um lög og réttindi er varða sjúklinga og starfsfólk. „Við vitum samt að það hefur verið meira á hjúkrunarheimilum sem að erlendir hjúkrunarfræðingar hafa verið að ráða sig á. En Það eru líka ákveðnar starfstöðvar inn á Landspítala þar sem það er stór hluti hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni.“ Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema að þeir hafi kunnáttu á íslensku. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á fimmtudag. Samskipti skipti höfuð máli Helga Rósa Másdóttir, nýkjörinn formaður félagsins, segir skort á tungumálakunnáttu bitna bæði á þeim sem þiggja heilbrigðisþjónustu og þeim sem veita hana. „Þetta er náttúrulega samskiptafag og að geta átt góð samskipti við sjúklinga skiptir höfuð máli í að skilja líðan þeirra og eins líka í samskiptum við samstarfsfólkið. Það geta verið svona hröð samskipti þar sem að nákvæmar upplýsingar þurfa að skiljast vel á milli og þá skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál.“ Á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga af elrendu þjóðerni fjölgað úr sex prósentum í ellefu prósent. Þriðjungur útgefinna hjúkrunarleyfa á síðasta ári voru veitt fólki af erlendu þjóðerni. Helga segir það ekki liggja fyrir hve hátt hlutfall erlendra hjúkrunarfræðinga tali ekki íslensku. Tungumálakennsla geti skipt sköpum Skortur á tungumálakunnáttu valdi vanlíðan og mismunun í starfi og kallar Helga eftir heildrænum ferlum um móttöku erlendra hjúkrunarfræðinga og tungumálakennslu frá stjórnvöldum. „Við viljum fá þetta fólk og við þurfum á þeim að halda. En þá þurfum við líka að taka vel á móti þeim. Það hefur verið brotið á þeim, þeir hafa verið lægra launasettir og svo þegar það er talað við hjúkrunarfræðinga sem eru að flytjast á milli landa þá segja þeir allir það sama; Lykillinn að því að njóta sín í starfi og geta nýtt hæfni sína til fullnustu, það er að vera með tungumálið.“ Ísland sé að verða eftirbátur annara þjóða og bendir Helga á að víða fyrir utan landsteinanna eru gerðar strangar kröfur um tungumálakunnáttu gagnvart hjúkrunarfræðingum. Einnig þurfi að skerpa á kunnáttu erlendra starfsmanna um lög og réttindi er varða sjúklinga og starfsfólk. „Við vitum samt að það hefur verið meira á hjúkrunarheimilum sem að erlendir hjúkrunarfræðingar hafa verið að ráða sig á. En Það eru líka ákveðnar starfstöðvar inn á Landspítala þar sem það er stór hluti hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni.“
Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira