Hársbreidd frá hitameti í borginni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. maí 2025 11:57 Rjómablíða og sólstrandarstemning var í Nauthólsvíkinni í gær og einstaklega margt um manninn. Vísir/Lýður Valberg Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag. Veðrið hefur hreinlega leikið við landsmenn alla síðustu daga með einstakri veðursæld. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á von á svipuðu veðri í dag. „Áfram víða þurrt og bjart á landinu og hlýtt en það er helst við vesturströndina sem það eru einhverjir þokubakkar á sveimi þar sem skyggni versnar og hiti er lægri þar sem þeir láta á sér kræla.“ Hvernig lítur framhaldið síðan út? „Morgundagurinn er afskaplega svipaður, virðist vera, nema það gæti líka orðið vart við þokubakka við suður- og norðurströndina en veðrið er að mörgu leyti svipað og svo á ég von á því að veðrið verði áfram í rólegt og í svipuðum dúr.“ Það er helst að þokubakkar skyggi á annars sólríkt og stillt veður. Það er ekki fyrr en á fimmtudag sem dregur til tíðinda og landsmenn þurfa að dusta rykið af regnhlífunum. „Þá kemur úrkomusvæði inn á vesturhluta landsins með kærkominni rigningu. Síðan líklegt að það rigni í flestum landshlutum í framhaldinu, það er kannski ágætt eftir þurrkinn.“ Birgir hefur eftir traustum kollega sínum, Trausta Jónssyni, að leita þurfi aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veðurblíðu í maímánuði og verið hefur á landinu nú. Í gær munaði minnstu að met yrði slegið í Reykjavík. „Landshitametið var slegið fyrir maí núna á fimmtudaginn á Egilstöðum. Reykjavíkurmetið var nú ekki langt frá því að falla en það féll ekki. hversu miklu munaði? „Það var nálægt hálfri gráðu sem munaði um.“ Veður Tengdar fréttir Getur víða farið yfir tuttugu stig Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands. 19. maí 2025 07:20 Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. 18. maí 2025 23:35 Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina og hitinn víða yfir tuttugu stig. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur fer yfir veðrið í beinni útsendingu. 18. maí 2025 18:11 Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hæsti hiti í Reykjavík mældist í dag 20,4 stig og vantaði aðeins 0,2 stig til að jafna maí-hitamet frá 14. maí 1960. 18. maí 2025 17:48 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Veðrið hefur hreinlega leikið við landsmenn alla síðustu daga með einstakri veðursæld. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á von á svipuðu veðri í dag. „Áfram víða þurrt og bjart á landinu og hlýtt en það er helst við vesturströndina sem það eru einhverjir þokubakkar á sveimi þar sem skyggni versnar og hiti er lægri þar sem þeir láta á sér kræla.“ Hvernig lítur framhaldið síðan út? „Morgundagurinn er afskaplega svipaður, virðist vera, nema það gæti líka orðið vart við þokubakka við suður- og norðurströndina en veðrið er að mörgu leyti svipað og svo á ég von á því að veðrið verði áfram í rólegt og í svipuðum dúr.“ Það er helst að þokubakkar skyggi á annars sólríkt og stillt veður. Það er ekki fyrr en á fimmtudag sem dregur til tíðinda og landsmenn þurfa að dusta rykið af regnhlífunum. „Þá kemur úrkomusvæði inn á vesturhluta landsins með kærkominni rigningu. Síðan líklegt að það rigni í flestum landshlutum í framhaldinu, það er kannski ágætt eftir þurrkinn.“ Birgir hefur eftir traustum kollega sínum, Trausta Jónssyni, að leita þurfi aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veðurblíðu í maímánuði og verið hefur á landinu nú. Í gær munaði minnstu að met yrði slegið í Reykjavík. „Landshitametið var slegið fyrir maí núna á fimmtudaginn á Egilstöðum. Reykjavíkurmetið var nú ekki langt frá því að falla en það féll ekki. hversu miklu munaði? „Það var nálægt hálfri gráðu sem munaði um.“
Veður Tengdar fréttir Getur víða farið yfir tuttugu stig Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands. 19. maí 2025 07:20 Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. 18. maí 2025 23:35 Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina og hitinn víða yfir tuttugu stig. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur fer yfir veðrið í beinni útsendingu. 18. maí 2025 18:11 Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hæsti hiti í Reykjavík mældist í dag 20,4 stig og vantaði aðeins 0,2 stig til að jafna maí-hitamet frá 14. maí 1960. 18. maí 2025 17:48 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Getur víða farið yfir tuttugu stig Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands. 19. maí 2025 07:20
Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. 18. maí 2025 23:35
Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina og hitinn víða yfir tuttugu stig. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur fer yfir veðrið í beinni útsendingu. 18. maí 2025 18:11
Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hæsti hiti í Reykjavík mældist í dag 20,4 stig og vantaði aðeins 0,2 stig til að jafna maí-hitamet frá 14. maí 1960. 18. maí 2025 17:48