Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 16:45 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna margra tilkynninga um fjársvik og tilraunir til fjársvika. „Því miður hafa svikahrapparnir haft mikið upp úr krafsinu, en frá því í mars á þessu ári og fram í miðjan maí, eða á tveimur og hálfum mánuði, hafa óprúttnir aðilar haft um 100 m.kr. af fólki og fyrirtækjum með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni. Mikið sé um að svikararnir sendi tölvupósta og skilaboð til einstaklinga og fyrirtækja og þá sé eitthvað um að fyrirtæki fái falsaða reikninga. „Einnig berast símtöl frá símanúmerum sem líta út fyrir að vera íslensk, en geta verið frá brotamönnum og því er full ástæða til að vara við öllum slíkum gylliboðum sem þau kunna að innihalda. Munið að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt. Iðulega er haft samband við fólk og því boðin ,,aðstoð“ við kaup á rafmyntum o.fl. og fólki þá jafnframt sagt/leiðbeint að setja upp Anydesk, eða önnur forrit, í síma og/eða tölvur. Lögregla varar alveg sérstaklega við slíku enda er verið að bjóða svindlurunum inná raftækin með því að setja upp þau forrit.“ Sömuleiðis séu dæmi um að hringt sé aftur í fólk í þeim tilgangi að „aðstoða við endurheimt“ en þar sé um að ræða framhald sama svindls og því eindregið varað við því líka. „Ríkt tilefni er líka til að vara við aðilum, sem í gegnum skilaboð eða símtal, bjóða fram aðstoð sína og vilja fá fólk til að deila skjá í tölvu eða öðru tæki með viðkomandi, en það kallast ,,screen-sharing“. Með þeirri aðferð kemst svikarinn yfir miklar upplýsingar og fær mögulega aðgang að tölvupósti, heimabanka o.s.frv. Af þessu getur hlotist mjög mikið tjón. Loks má nefna að borið hefur á því að verið er að nýta bágindi fólks. T.d. fjársafnanir fyrir einstaklega sem eru sagðir vera frá Gaza, en eru það ekki.“ Lögreglan minnir fólk á að vera á varðbergi þegar svindlarar eru annars vegar og hvetur það til að kynna sér umfjöllun hennar um netöryggi, sem er að finna á lögregluvefnum Lögreglumál Netglæpir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna margra tilkynninga um fjársvik og tilraunir til fjársvika. „Því miður hafa svikahrapparnir haft mikið upp úr krafsinu, en frá því í mars á þessu ári og fram í miðjan maí, eða á tveimur og hálfum mánuði, hafa óprúttnir aðilar haft um 100 m.kr. af fólki og fyrirtækjum með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni. Mikið sé um að svikararnir sendi tölvupósta og skilaboð til einstaklinga og fyrirtækja og þá sé eitthvað um að fyrirtæki fái falsaða reikninga. „Einnig berast símtöl frá símanúmerum sem líta út fyrir að vera íslensk, en geta verið frá brotamönnum og því er full ástæða til að vara við öllum slíkum gylliboðum sem þau kunna að innihalda. Munið að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt. Iðulega er haft samband við fólk og því boðin ,,aðstoð“ við kaup á rafmyntum o.fl. og fólki þá jafnframt sagt/leiðbeint að setja upp Anydesk, eða önnur forrit, í síma og/eða tölvur. Lögregla varar alveg sérstaklega við slíku enda er verið að bjóða svindlurunum inná raftækin með því að setja upp þau forrit.“ Sömuleiðis séu dæmi um að hringt sé aftur í fólk í þeim tilgangi að „aðstoða við endurheimt“ en þar sé um að ræða framhald sama svindls og því eindregið varað við því líka. „Ríkt tilefni er líka til að vara við aðilum, sem í gegnum skilaboð eða símtal, bjóða fram aðstoð sína og vilja fá fólk til að deila skjá í tölvu eða öðru tæki með viðkomandi, en það kallast ,,screen-sharing“. Með þeirri aðferð kemst svikarinn yfir miklar upplýsingar og fær mögulega aðgang að tölvupósti, heimabanka o.s.frv. Af þessu getur hlotist mjög mikið tjón. Loks má nefna að borið hefur á því að verið er að nýta bágindi fólks. T.d. fjársafnanir fyrir einstaklega sem eru sagðir vera frá Gaza, en eru það ekki.“ Lögreglan minnir fólk á að vera á varðbergi þegar svindlarar eru annars vegar og hvetur það til að kynna sér umfjöllun hennar um netöryggi, sem er að finna á lögregluvefnum
Lögreglumál Netglæpir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira