#BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2025 09:00 Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. Tilefnið var að tilkynna mér að öll gögn sem ég hef sett á samfélagsmiðla þess verði nýtt til að þjálfa gervigreindarlíkan fyrirtækisins. Ef ég ekki andmæli innan mánuðar eða fyrir lok maí jafngildi það samþykki mínu. Hvað þýðir þetta? Öll samfélagsumræða, fjölskyldusögur, félagsstörf og áhugamál landsmanna eru að einhverju leyti á Facebook. Nútímamenning Íslendinga er þarna. Og alls kyns upplýsingar sem okkur er annt um og við teljum okkur eiga, en höfum afhent einkafyrirtæki á silfurfati. Nú ætlar þetta fyrirtæki að auka verðmæti sitt og styrkja yfirráð sín yfir heiminum með því að nota gögn sem við notendur höfum sjálfviljug látið af hendi. Er ekki rétt að staldra við? Erum við viss um að við viljum þetta? Áttum við okkur á því í hverra hendur hjartað í menningu okkar er að fara? Hafa menn ekki séð mynd af forstjóra fyrirtækisins standa í návígi við stjórnarherra sem eru á hraðleið að gera Bandaríkin að einræðisríki? Ef það gerist er hætt við að hið nýja gerfigreindarlíkan verði að framlengdum armi fasismans. Þá getur hið nýja vöktunarríki talað við okkur á lýtalausri nútímaíslensku – þekkt og skilið okkar innstu drauma og þrár. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022 í kjölfar eigendaskipta. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti bannað fyrirtækinu að nýta gögn þeirra til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Gervigreind Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. Tilefnið var að tilkynna mér að öll gögn sem ég hef sett á samfélagsmiðla þess verði nýtt til að þjálfa gervigreindarlíkan fyrirtækisins. Ef ég ekki andmæli innan mánuðar eða fyrir lok maí jafngildi það samþykki mínu. Hvað þýðir þetta? Öll samfélagsumræða, fjölskyldusögur, félagsstörf og áhugamál landsmanna eru að einhverju leyti á Facebook. Nútímamenning Íslendinga er þarna. Og alls kyns upplýsingar sem okkur er annt um og við teljum okkur eiga, en höfum afhent einkafyrirtæki á silfurfati. Nú ætlar þetta fyrirtæki að auka verðmæti sitt og styrkja yfirráð sín yfir heiminum með því að nota gögn sem við notendur höfum sjálfviljug látið af hendi. Er ekki rétt að staldra við? Erum við viss um að við viljum þetta? Áttum við okkur á því í hverra hendur hjartað í menningu okkar er að fara? Hafa menn ekki séð mynd af forstjóra fyrirtækisins standa í návígi við stjórnarherra sem eru á hraðleið að gera Bandaríkin að einræðisríki? Ef það gerist er hætt við að hið nýja gerfigreindarlíkan verði að framlengdum armi fasismans. Þá getur hið nýja vöktunarríki talað við okkur á lýtalausri nútímaíslensku – þekkt og skilið okkar innstu drauma og þrár. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022 í kjölfar eigendaskipta. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti bannað fyrirtækinu að nýta gögn þeirra til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar