Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2025 19:24 Þau Halldór Elí og Snædís Birta í 7. bekk Helgafellsskóla vita upp á hár hvernig lýðræðislegar kosningar virka eftir að hafa haft umsjón með kosningum sem fóru fram í dag. Vísir/Stefán Krakkar í Mosfellsbæ gengu til kosninga í dag og meirihlutinn valdi þrautabraut á vatni, stóra aparólu og stærðarinnar snúningsrólu. Krakkarnir framkvæmdu sjálfir hinar lýðræðislegu kosningar og héldu meira að segja úti kosningaeftirliti. Bæjaryfirvöld hyggjast verja tuttugu milljónum í að koma upp vinningstillögunum. Verkefnið kallast „Krakka Mosó 2025“ en börn og unglingar á mið-og unglingastigi Mosfellsbæjar fengu tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfið sitt. Bæjarstjórinn segir verkefnið til þess fallið að auka lýðræðisvitund krakkanna. „Við erum búin að vera með mikla fræðslu um lýðræði í tengslum við þetta verkefni. Þau sendu náttúrulega inn hugmyndir, við fengum 400 hugmyndir frá krökkunum sem enduðu í sex hugmyndum sem þau kusu um. Þau taka þátt í allri umsjón kosninganna, eru með kjörnefnd og fleira þannig að þetta er heilmikil æfing.“ Alls voru sautján hundruð sjötíu og níu krakkar á kjörskrá en fjórir krakkar úr hverjum skóla mynduðu kjörstjórn sem falið var að annast eftirlit og framkvæmd kosninga. Kjörgögnin voru innsigluð og allt framkvæmt eftir kúnstarinnar reglum. Fréttastofa fékk að ræða við tvo nemendur sem tóku þátt í lýðræðisverkefninu í dag. Krakkar, þið hafið völdin í bænum í dag, hvernig líst ykkur á það? „Mjög vel, lýst vel á það,“ sagði Halldór Elí, nemandi við 7. bekk Helgafellsskóla og bekkjarsystir hans tók undir. „Bara geðveikt sko, gaman að hafa völdin, eða svona næstum því,“ sagði Snædís Birta. Halldóri Elí langaði mest til þess að koma upp svokallaðri Parkour braut en sagðist samt lítast vel á allar hugmyndirnar sem hægt var að kjósa um. Þau segjast hafa öðlast mun betri skilning á lýðræðislegum kosningum. „Það er gaman að fá að vita hvernig þetta er,“ sagði Snædís Birta. Mosfellsbær Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Verkefnið kallast „Krakka Mosó 2025“ en börn og unglingar á mið-og unglingastigi Mosfellsbæjar fengu tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfið sitt. Bæjarstjórinn segir verkefnið til þess fallið að auka lýðræðisvitund krakkanna. „Við erum búin að vera með mikla fræðslu um lýðræði í tengslum við þetta verkefni. Þau sendu náttúrulega inn hugmyndir, við fengum 400 hugmyndir frá krökkunum sem enduðu í sex hugmyndum sem þau kusu um. Þau taka þátt í allri umsjón kosninganna, eru með kjörnefnd og fleira þannig að þetta er heilmikil æfing.“ Alls voru sautján hundruð sjötíu og níu krakkar á kjörskrá en fjórir krakkar úr hverjum skóla mynduðu kjörstjórn sem falið var að annast eftirlit og framkvæmd kosninga. Kjörgögnin voru innsigluð og allt framkvæmt eftir kúnstarinnar reglum. Fréttastofa fékk að ræða við tvo nemendur sem tóku þátt í lýðræðisverkefninu í dag. Krakkar, þið hafið völdin í bænum í dag, hvernig líst ykkur á það? „Mjög vel, lýst vel á það,“ sagði Halldór Elí, nemandi við 7. bekk Helgafellsskóla og bekkjarsystir hans tók undir. „Bara geðveikt sko, gaman að hafa völdin, eða svona næstum því,“ sagði Snædís Birta. Halldóri Elí langaði mest til þess að koma upp svokallaðri Parkour braut en sagðist samt lítast vel á allar hugmyndirnar sem hægt var að kjósa um. Þau segjast hafa öðlast mun betri skilning á lýðræðislegum kosningum. „Það er gaman að fá að vita hvernig þetta er,“ sagði Snædís Birta.
Mosfellsbær Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira