Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2025 19:24 Þau Halldór Elí og Snædís Birta í 7. bekk Helgafellsskóla vita upp á hár hvernig lýðræðislegar kosningar virka eftir að hafa haft umsjón með kosningum sem fóru fram í dag. Vísir/Stefán Krakkar í Mosfellsbæ gengu til kosninga í dag og meirihlutinn valdi þrautabraut á vatni, stóra aparólu og stærðarinnar snúningsrólu. Krakkarnir framkvæmdu sjálfir hinar lýðræðislegu kosningar og héldu meira að segja úti kosningaeftirliti. Bæjaryfirvöld hyggjast verja tuttugu milljónum í að koma upp vinningstillögunum. Verkefnið kallast „Krakka Mosó 2025“ en börn og unglingar á mið-og unglingastigi Mosfellsbæjar fengu tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfið sitt. Bæjarstjórinn segir verkefnið til þess fallið að auka lýðræðisvitund krakkanna. „Við erum búin að vera með mikla fræðslu um lýðræði í tengslum við þetta verkefni. Þau sendu náttúrulega inn hugmyndir, við fengum 400 hugmyndir frá krökkunum sem enduðu í sex hugmyndum sem þau kusu um. Þau taka þátt í allri umsjón kosninganna, eru með kjörnefnd og fleira þannig að þetta er heilmikil æfing.“ Alls voru sautján hundruð sjötíu og níu krakkar á kjörskrá en fjórir krakkar úr hverjum skóla mynduðu kjörstjórn sem falið var að annast eftirlit og framkvæmd kosninga. Kjörgögnin voru innsigluð og allt framkvæmt eftir kúnstarinnar reglum. Fréttastofa fékk að ræða við tvo nemendur sem tóku þátt í lýðræðisverkefninu í dag. Krakkar, þið hafið völdin í bænum í dag, hvernig líst ykkur á það? „Mjög vel, lýst vel á það,“ sagði Halldór Elí, nemandi við 7. bekk Helgafellsskóla og bekkjarsystir hans tók undir. „Bara geðveikt sko, gaman að hafa völdin, eða svona næstum því,“ sagði Snædís Birta. Halldóri Elí langaði mest til þess að koma upp svokallaðri Parkour braut en sagðist samt lítast vel á allar hugmyndirnar sem hægt var að kjósa um. Þau segjast hafa öðlast mun betri skilning á lýðræðislegum kosningum. „Það er gaman að fá að vita hvernig þetta er,“ sagði Snædís Birta. Mosfellsbær Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Verkefnið kallast „Krakka Mosó 2025“ en börn og unglingar á mið-og unglingastigi Mosfellsbæjar fengu tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfið sitt. Bæjarstjórinn segir verkefnið til þess fallið að auka lýðræðisvitund krakkanna. „Við erum búin að vera með mikla fræðslu um lýðræði í tengslum við þetta verkefni. Þau sendu náttúrulega inn hugmyndir, við fengum 400 hugmyndir frá krökkunum sem enduðu í sex hugmyndum sem þau kusu um. Þau taka þátt í allri umsjón kosninganna, eru með kjörnefnd og fleira þannig að þetta er heilmikil æfing.“ Alls voru sautján hundruð sjötíu og níu krakkar á kjörskrá en fjórir krakkar úr hverjum skóla mynduðu kjörstjórn sem falið var að annast eftirlit og framkvæmd kosninga. Kjörgögnin voru innsigluð og allt framkvæmt eftir kúnstarinnar reglum. Fréttastofa fékk að ræða við tvo nemendur sem tóku þátt í lýðræðisverkefninu í dag. Krakkar, þið hafið völdin í bænum í dag, hvernig líst ykkur á það? „Mjög vel, lýst vel á það,“ sagði Halldór Elí, nemandi við 7. bekk Helgafellsskóla og bekkjarsystir hans tók undir. „Bara geðveikt sko, gaman að hafa völdin, eða svona næstum því,“ sagði Snædís Birta. Halldóri Elí langaði mest til þess að koma upp svokallaðri Parkour braut en sagðist samt lítast vel á allar hugmyndirnar sem hægt var að kjósa um. Þau segjast hafa öðlast mun betri skilning á lýðræðislegum kosningum. „Það er gaman að fá að vita hvernig þetta er,“ sagði Snædís Birta.
Mosfellsbær Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum