Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. maí 2025 21:29 Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir flytja til Ólafsvíkur á næstunni. Skjáskot/Instagram Knattspyrnukempurnar Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir flytja á næstunni vestur til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Helena segir að þær hafi langað að prófa búa á landsbyggðinni og það sé hollt að prófa eitthvað nýtt áður en maður verður of gamall. „Það sem stendur til er eiginlega bara að breyta til. Prófa eitthvað nýtt. Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í nokkurn tíma,“ segir Helena. Helena og Guðlaug voru burðarstólpar í sigursælu liði KR á sínum tíma og spiluðu saman með íslenska landsliðinu. Þær hafa líka unnið saman við þjálfun utan vallar. „Svo bara fundum við húsið sem okkur langaði í og við létum það ráða för, svo kom þessi vinna, þannig við ákváðum að láta húsið leiða okkur áfram,“ segir Helena. Helena var ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundafjarðarbæjar á dögunum. „Ég er kennaramenntuð og hef horft til þessarar starfsemi í einhvern tíma. Ég var svo heppin að fá þetta eftir nokkur viðtöl og hlakka til að prófa eitthvað nýtt.“ Höfðu lengi augastað á nýja húsinu Hún segir að þær hafi horft lengi á húsið sem þær keyptu í Ólafsvík og þeim hafi litist mjög vel á þetta allt saman. Ólafsvík sé þægilega stutt frá bænum. Fyrstu skref verði að koma sér inn í nýja starfið í Grundarfirði. „Núna ætla ég bara að njóta og fara í kyrrðina fyrir vestan. Ætla bara að koma mér í nýtt starf. Gulla, hún verður að vinna á höfninni í Ólafsvík, á Hellissandi og Rifi. Hún er í sumarstarfi þar svo kemur annað í ljós.“ „Við mætum þessu með opnum huga og hún er spennt fyrir því. Þetta er eitthvað sem ekkert allir þora.“ Helena hefur einnig gert garðinn frægan í umfjöllun um Bestu deild kvenna á Stöð 2 sport, þar sem hún hefur umsjón með þættinum Bestu mörkin. Til stendur að hún haldi áfram með þáttinn eftir flutningana. „Jájá ég verð áfram þar og þeir vita það í Grundarfirði. Mér finnst það rosalega gaman og langar ekkert að stoppa þar,“ segir Helena. Tímamót Snæfellsbær Grundarfjörður Tengdar fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Það sem stendur til er eiginlega bara að breyta til. Prófa eitthvað nýtt. Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í nokkurn tíma,“ segir Helena. Helena og Guðlaug voru burðarstólpar í sigursælu liði KR á sínum tíma og spiluðu saman með íslenska landsliðinu. Þær hafa líka unnið saman við þjálfun utan vallar. „Svo bara fundum við húsið sem okkur langaði í og við létum það ráða för, svo kom þessi vinna, þannig við ákváðum að láta húsið leiða okkur áfram,“ segir Helena. Helena var ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundafjarðarbæjar á dögunum. „Ég er kennaramenntuð og hef horft til þessarar starfsemi í einhvern tíma. Ég var svo heppin að fá þetta eftir nokkur viðtöl og hlakka til að prófa eitthvað nýtt.“ Höfðu lengi augastað á nýja húsinu Hún segir að þær hafi horft lengi á húsið sem þær keyptu í Ólafsvík og þeim hafi litist mjög vel á þetta allt saman. Ólafsvík sé þægilega stutt frá bænum. Fyrstu skref verði að koma sér inn í nýja starfið í Grundarfirði. „Núna ætla ég bara að njóta og fara í kyrrðina fyrir vestan. Ætla bara að koma mér í nýtt starf. Gulla, hún verður að vinna á höfninni í Ólafsvík, á Hellissandi og Rifi. Hún er í sumarstarfi þar svo kemur annað í ljós.“ „Við mætum þessu með opnum huga og hún er spennt fyrir því. Þetta er eitthvað sem ekkert allir þora.“ Helena hefur einnig gert garðinn frægan í umfjöllun um Bestu deild kvenna á Stöð 2 sport, þar sem hún hefur umsjón með þættinum Bestu mörkin. Til stendur að hún haldi áfram með þáttinn eftir flutningana. „Jájá ég verð áfram þar og þeir vita það í Grundarfirði. Mér finnst það rosalega gaman og langar ekkert að stoppa þar,“ segir Helena.
Tímamót Snæfellsbær Grundarfjörður Tengdar fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03