Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 11:31 Sara Björk Gunnarsdóttir segir lífið í Sádi-Arabíu í vetur hafa verið ævintýri sem hún naut að upplifa, þrátt fyrir mikinn menningarmun. Vísir Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir segir það hafa gengið vel að aðlagast miklum menningarmun með því að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Sádi-Arabíu í fyrra. Hún lenti þó í ákveðnum hremmingum í verslunarmiðstöð þegar hún var nýflutt til landsins. Sara og Árni Vilhjálmsson maður hennar léku fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur og nutu þess að búa þar ásamt þriggja ára syni sínum, Ragnari Frank. Fjölskyldan er mjög opin fyrir því að fara aftur út eftir sumarfríið en Sara er sem stendur samningslaus. Aðspurð hvort hún ætti einhver dæmi um hvað hefði komið sér á óvart við lífið í Sádi-Arabíu sagði Sara sögu af því þegar fjölskyldan fór í stóra verslunarmiðstöð, til að leyfa Ragnari litla að fara í leikjaland, og var Sara klædd í samræmi við mjög hlýtt veður: „Ég ákvað að fara í stuttbuxum. Svo löbbum við inn um hliðið og það er horft vel á mig. Árni segir: „Ég held að þú hefðir ekki átt að fara í stuttbuxum“ en ég hugsaði að þetta væri í lagi og við ætluðum í eitthvað leikjaland þarna með Ragnar,“ segir Sara sem fékk strax athugasemdir frá öryggisverði þar sem ekki er vel séð að konur séu berleggja á ferð í verslunarmiðstöðvum, í þessu strangtrúaða múslimaríki. Viðtalið við Söru má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. „Bæði konur og karlar horfðu á mig þarna [með vanþóknunarsvip]. Við drifum okkur samt í þetta leikjaland og sátum þar og drukkum kaffi þegar það komu þrír öryggisverðir. Þeir sögðu eitthvað á arabísku við afgreiðslukonuna og hún kom og sagði að ég yrði að fara út úr verslunarmiðstöðinni. Ég gæti ekki verið þarna í stuttbuxum.“ Sara reyndi að leysa málið með því að hlaupa í næstu búð og grípa fyrstu buxur sem hún sá, án þess að geta komist í mátunarklefa, og leitaði svo að stað til að geta klætt sig í, með óhressa öryggisverði á kantinum: „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út og ég reyndi að sýna þeim að ég þyrfti bara að komast í buxurnar. Þeir hristu bara hausinn en ég komst svo inn á salerni og í buxurnar,“ segir Sara létt í bragði. „Þetta var eina svona sem ég hef lent í þarna og maður sýnir auðvitað virðingu fyrir þeim reglum sem eru í landinu,“ bætir hún við. Hún hafi svo fengið þær upplýsingar frá liðsfélögum sínum í Al Qadsiah að víðast hvar mætti vera í stuttbuxum en það væri þó ekki í lagi í verslunarmiðstöðvum. „Verður að virða ákveðinn kúltúr“ Að öðru leyti gekk Söru og fjölskyldu mjög vel að koma sér fyrir. „Þegar maður kom fyrst var sjokk að finna hvað það var sjúkur hiti þarna. Svo áttar maður sig líka á að maður er í nýju landi, með kúltúr og trúarbrögðum sem við erum ekki vön. Á sama tíma er ég að koma þarna til að búa og verð að virða það, alveg eins og þegar ég fer til Þýskalands eða Frakklands. Maður verður að virða ákveðinn kúltúr. Auðvitað er nýtt fyrir okkur að konurnar verði að vera huldar og karlarnir í sínum löngu skyrtum, „thobe“, en svo bara venst maður því. Auðvitað er horft á mig sem útlending, því ég er ekki svona klædd, en stelpurnar í liðinu segja að það séu ótrúlega breyttir tímar fyrir konur og að þær geti ráðið því hvort þær séu með hijab,“ segir Sara en sumar af liðsfélögum hennar bæði æfa og spila leiki með hijab, slæðu yfir höfðinu, á meðan að aðrar sleppa því. Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Sjá meira
Sara og Árni Vilhjálmsson maður hennar léku fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur og nutu þess að búa þar ásamt þriggja ára syni sínum, Ragnari Frank. Fjölskyldan er mjög opin fyrir því að fara aftur út eftir sumarfríið en Sara er sem stendur samningslaus. Aðspurð hvort hún ætti einhver dæmi um hvað hefði komið sér á óvart við lífið í Sádi-Arabíu sagði Sara sögu af því þegar fjölskyldan fór í stóra verslunarmiðstöð, til að leyfa Ragnari litla að fara í leikjaland, og var Sara klædd í samræmi við mjög hlýtt veður: „Ég ákvað að fara í stuttbuxum. Svo löbbum við inn um hliðið og það er horft vel á mig. Árni segir: „Ég held að þú hefðir ekki átt að fara í stuttbuxum“ en ég hugsaði að þetta væri í lagi og við ætluðum í eitthvað leikjaland þarna með Ragnar,“ segir Sara sem fékk strax athugasemdir frá öryggisverði þar sem ekki er vel séð að konur séu berleggja á ferð í verslunarmiðstöðvum, í þessu strangtrúaða múslimaríki. Viðtalið við Söru má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. „Bæði konur og karlar horfðu á mig þarna [með vanþóknunarsvip]. Við drifum okkur samt í þetta leikjaland og sátum þar og drukkum kaffi þegar það komu þrír öryggisverðir. Þeir sögðu eitthvað á arabísku við afgreiðslukonuna og hún kom og sagði að ég yrði að fara út úr verslunarmiðstöðinni. Ég gæti ekki verið þarna í stuttbuxum.“ Sara reyndi að leysa málið með því að hlaupa í næstu búð og grípa fyrstu buxur sem hún sá, án þess að geta komist í mátunarklefa, og leitaði svo að stað til að geta klætt sig í, með óhressa öryggisverði á kantinum: „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út og ég reyndi að sýna þeim að ég þyrfti bara að komast í buxurnar. Þeir hristu bara hausinn en ég komst svo inn á salerni og í buxurnar,“ segir Sara létt í bragði. „Þetta var eina svona sem ég hef lent í þarna og maður sýnir auðvitað virðingu fyrir þeim reglum sem eru í landinu,“ bætir hún við. Hún hafi svo fengið þær upplýsingar frá liðsfélögum sínum í Al Qadsiah að víðast hvar mætti vera í stuttbuxum en það væri þó ekki í lagi í verslunarmiðstöðvum. „Verður að virða ákveðinn kúltúr“ Að öðru leyti gekk Söru og fjölskyldu mjög vel að koma sér fyrir. „Þegar maður kom fyrst var sjokk að finna hvað það var sjúkur hiti þarna. Svo áttar maður sig líka á að maður er í nýju landi, með kúltúr og trúarbrögðum sem við erum ekki vön. Á sama tíma er ég að koma þarna til að búa og verð að virða það, alveg eins og þegar ég fer til Þýskalands eða Frakklands. Maður verður að virða ákveðinn kúltúr. Auðvitað er nýtt fyrir okkur að konurnar verði að vera huldar og karlarnir í sínum löngu skyrtum, „thobe“, en svo bara venst maður því. Auðvitað er horft á mig sem útlending, því ég er ekki svona klædd, en stelpurnar í liðinu segja að það séu ótrúlega breyttir tímar fyrir konur og að þær geti ráðið því hvort þær séu með hijab,“ segir Sara en sumar af liðsfélögum hennar bæði æfa og spila leiki með hijab, slæðu yfir höfðinu, á meðan að aðrar sleppa því.
Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Sjá meira
Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30