Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 23. maí 2025 08:32 Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl. Lítið hafði frést af þessum máli þar til ég las á hinni ágætu fréttasíðu okkar Akureyringa, akureyri.net, að Kristrún Frostadóttir staðfesti á morgunfundi í kaffiteríu Akureyrarflugvallar að búið væri að samþykkja frambúðar viðbótarfjárveitingu sem gæti m.a. farið í að fjármagna viðveru áhafna. Þegar ég hóf að tala fyrir þessu á Alþingi fyrir nokkrum árum var það einkum vegna öryggis landsbyggðarinnar, jafnræði í aðgengi að björgunarþjónustu og nauðsyn þess að stytta viðbragðstíma í neyð. En nú hafa bæst við sterkari rök. Á síðustu árum hafa flotaheimsóknir, herskip og jafnvel kjarnorkukafbátar gert sig heimakomna á Eyjafirði. Norðausturhornið er ekki lengur jaðar – það er orðið miðpunktur í alþjóðlegri athygli. Það liggur fyrir að til staðar eru öflugir innviðir á Akureyri – flugvirkjar, heilbrigðisstarfsfólk, sérsveit, og jafnvel núverandi flugstjórar Landhelgisgæslunnar sem búa í nærsveitum. Þess vegna er bæði hagkvæmt og skynsamlegt að staðsetja þar þyrlu. Þetta er ekki bara málefni Norðurlands, heldur þjóðaröryggismál. Þó enginn stjórnarliði úr flokki forsætisráðherra hafi tekið þátt í umræðunni þegar ég mælti fyrir þessu á Alþingi fyrir tveimur mánuðum síðan var fólk greinilega að hlusta og tökum við Norðlendingar þessum fréttum fagnandi. Þó þetta sé löngu tímabær aðgerð er mikilvægt að gert verði ráð fyrir þessari fjárveitingu í nýrri fjármálaáætlun 2026-2030 og síðan í fjárlögum fyrir árið 2026. Það er vonandi að þyrlan fái að fljúga norður og þetta hafi ekki bara verið orðin tóm í tilefni dagsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landhelgisgæslan Njáll Trausti Friðbertsson Akureyri Akureyrarflugvöllur Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl. Lítið hafði frést af þessum máli þar til ég las á hinni ágætu fréttasíðu okkar Akureyringa, akureyri.net, að Kristrún Frostadóttir staðfesti á morgunfundi í kaffiteríu Akureyrarflugvallar að búið væri að samþykkja frambúðar viðbótarfjárveitingu sem gæti m.a. farið í að fjármagna viðveru áhafna. Þegar ég hóf að tala fyrir þessu á Alþingi fyrir nokkrum árum var það einkum vegna öryggis landsbyggðarinnar, jafnræði í aðgengi að björgunarþjónustu og nauðsyn þess að stytta viðbragðstíma í neyð. En nú hafa bæst við sterkari rök. Á síðustu árum hafa flotaheimsóknir, herskip og jafnvel kjarnorkukafbátar gert sig heimakomna á Eyjafirði. Norðausturhornið er ekki lengur jaðar – það er orðið miðpunktur í alþjóðlegri athygli. Það liggur fyrir að til staðar eru öflugir innviðir á Akureyri – flugvirkjar, heilbrigðisstarfsfólk, sérsveit, og jafnvel núverandi flugstjórar Landhelgisgæslunnar sem búa í nærsveitum. Þess vegna er bæði hagkvæmt og skynsamlegt að staðsetja þar þyrlu. Þetta er ekki bara málefni Norðurlands, heldur þjóðaröryggismál. Þó enginn stjórnarliði úr flokki forsætisráðherra hafi tekið þátt í umræðunni þegar ég mælti fyrir þessu á Alþingi fyrir tveimur mánuðum síðan var fólk greinilega að hlusta og tökum við Norðlendingar þessum fréttum fagnandi. Þó þetta sé löngu tímabær aðgerð er mikilvægt að gert verði ráð fyrir þessari fjárveitingu í nýrri fjármálaáætlun 2026-2030 og síðan í fjárlögum fyrir árið 2026. Það er vonandi að þyrlan fái að fljúga norður og þetta hafi ekki bara verið orðin tóm í tilefni dagsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun