Lífið

Gimbur borin með svart hjarta á bakinu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Bletturinn er nær fullkomlega hjartalaga.
Bletturinn er nær fullkomlega hjartalaga. Vísir/Samsett

Á Ferjubakka í Borgarfirði var gimbur borin í dag með svart hjarta í ullinni. Bóndinn segist ekki hafa séð annað eins á ferlinum en tekur undir með blaðamanni að þetta hljóti að boða gott sumar.

Gimbrin fæddist í morgun að sögn Vilhjálms Sumarliðasonar, bónda á Ferjubakka, og er tvílembingur. Vilhjálmur var sjálfur ekki viðstaddur burðinn en segist hafa fengið myndir sendar frá heimilisfólki.

Klippa: Gimbrin Sumarást borin

Aleta Von Mýrdal og Amanda Nótt Mýrdal Ríkharðsdætur gáfu lambinu nafnið Sumarást. Vilhjálmur Sumarliðason er afi þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.