Um er að ræða gríðarlegt áfall fyrir nýliðana. Sowe virtist loks hafa fundið taktinn þegar ‚IBV sló KR út úr bikarnum. Hann skoraði þá eitt mark og átti stóran þátt í að Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í Laugardalnum.
Heimildir Vísis herma að hann sé með slitið krossband og mun því ekki spila meira á þessari leiktíð.
Oliver var einnig frábær í bikarleiknum gegn KR en fór meiddur af velli snemma leiks þegar ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli á dögunum.
„Oliver Heiðarsson liggur í grasinu og fær aðhlynningu efstir samstuð. Virðist ekki geta haldið leik áfram. Vondar fréttir fyrir Eyjamenn,“ segir í lýsingu Vísis frá leiknum.
Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi Oliver verður frá en talið er að um sé að ræða fimm til sex vikur. ÍBV er í 9. sæti Bestu deildarinnar með 8 stig.
Eyjamenn mæta Val að Hlíðarenda á morgun, laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 16.50.