„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. maí 2025 22:29 Byström þakkar æðri máttarvöldum. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Jakob Byström átti drauma frumraun í Bestu deildinni í kvöld. Skoraði hann tvö mörk fyrir Fram í 2-3 sigri á KR í 8. umferð deildarinnar. Jakob Byström er tvítugur svíi sem á þó íslenska ömmu frá Dalvík. Sú tenging kom Jakobi til Íslands. Var þetta hans fyrsti leikur fyrir Fram í Bestu deildinni, en hann hefur verið að glíma við meiðsli. „Þetta var frábært, sérstaklega eftir löng meiðsli. Þetta hefur verið löng bið, en ég nýtti mér það sem hvatningu,“ sagði Jakob Byström. Hann segist hafa vonast eftir því að skora í dag í undirbúningi fyrir leikinn. „Ég vonaðist eftir því og er mjög ánægður að geta hjálpað liðinu að ná í þennan sigur.“ Jakob Byström segir leikplanið hafa gengið eftir í dag. „Við komum hingað með mikla orku. Við vissum að þetta yrði erfiður slagur og vissum að við þyrftum að hjálpa hvor öðrum. Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda, við vorum harðduglegir.“ Mikil orrahríð var að marki Fram undir lok leiksins og viðurkennir Jakob Byström að hann hafi verið stressaður á þeim tímapunkti. „Ég var dálítið stressaður þarna undir lokin. Þeir áttu nokkur góð færi en markvörðurinn okkar átti nokkrar stórar vörslur og liðið hélt áfram að berjast.“ Jakob Byström er ánægður í Úlfarsárdalnum. „Þeir hafa tekið vel á móti mér, leikmenn og þjálfarar. Þetta hefur verið gott.“ Aðspurður hvort eiga mætti von á fleiri svona leikjum frá honum í sumar þá var svarið einfalt. „Ég mun halda þessu áfram.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Sjá meira
Jakob Byström er tvítugur svíi sem á þó íslenska ömmu frá Dalvík. Sú tenging kom Jakobi til Íslands. Var þetta hans fyrsti leikur fyrir Fram í Bestu deildinni, en hann hefur verið að glíma við meiðsli. „Þetta var frábært, sérstaklega eftir löng meiðsli. Þetta hefur verið löng bið, en ég nýtti mér það sem hvatningu,“ sagði Jakob Byström. Hann segist hafa vonast eftir því að skora í dag í undirbúningi fyrir leikinn. „Ég vonaðist eftir því og er mjög ánægður að geta hjálpað liðinu að ná í þennan sigur.“ Jakob Byström segir leikplanið hafa gengið eftir í dag. „Við komum hingað með mikla orku. Við vissum að þetta yrði erfiður slagur og vissum að við þyrftum að hjálpa hvor öðrum. Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda, við vorum harðduglegir.“ Mikil orrahríð var að marki Fram undir lok leiksins og viðurkennir Jakob Byström að hann hafi verið stressaður á þeim tímapunkti. „Ég var dálítið stressaður þarna undir lokin. Þeir áttu nokkur góð færi en markvörðurinn okkar átti nokkrar stórar vörslur og liðið hélt áfram að berjast.“ Jakob Byström er ánægður í Úlfarsárdalnum. „Þeir hafa tekið vel á móti mér, leikmenn og þjálfarar. Þetta hefur verið gott.“ Aðspurður hvort eiga mætti von á fleiri svona leikjum frá honum í sumar þá var svarið einfalt. „Ég mun halda þessu áfram.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Sjá meira