#blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 24. maí 2025 10:02 Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. Hún fylgdist með því hvernig Duterte komst til valda á Filippseyjum sem þá var ungt og viðkvæmt lýðræðisríki. Facebook gegndi þar lykilhlutverki með markvissri útbreiðslu lyga og áróðurs. Þetta gerðist í maí 2016 og var fyrsta dæmið um áhrif miðilsins á niðurstöður kosninga, næsta dæmið voru kosningarnar í Bandaríkjunum síðar sama ár. Maria Ressa hafði verið hrifin af Facebook og nýtt miðilinn í starfi sínu sem blaðamaður og við rekstur netblaðsins Rappler sem hún stofnaði 2012. En smám saman fór hún að efast um heilindi fyrirtækisins. Hún reyndi að koma upplýsingum um óæskileg áhrif Facebook á framfæri við stjórnendur þess. En hún talaði fyrir tómum eyrum. Núna er hún skýr í afstöðu sinni: Facebook grefur undan lýðræðinu og hefur engan áhuga á að bæta sig. „Að mínu mati er Facebook alvarleg ógn við lýðræðisríki í heiminum ... ég er stórhissa á að við höfum látið tæknifyrirtæki sem eingöngu vilja vaxa og græða hrifsa af okkur frelsið.“ Það sem er sérlega hættulegt, bendir Maria á, er að völdin í heiminum hafa færst frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til forstjóra tæknirisanna. Þeir hafa engan áhuga á velferð almennings og lúta ekki lögmálum réttarríkisins eins og kjörnir fulltrúar þurfa að gera. Engin leið er til að veita þeim aðhald. Auk þess grafa þeir markvisst undan hefðbundnum fjölmiðlum með því að raka til sín auglýsingatekjur. Fjölmiðlar eru mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu og tæki til að halda stjórnvöldum við efnið. Maria Ressa var aðal fyrirlesari á fyrstu ráðstefnu hátíðarárs kaþólsku kirkjunnar sem var haldin í Páfagarði í janúar. Hún segist hafa átt samtal við Frans páfa áður og sagt honum skoðun sína á samfélagsmiðlum. Augljóst er að páfi hefur talið málið mikilvægt fyrst hann fékk hana til að tala. Hér er tengill á Rappler-síðu þar sem er bæði hægt að hlusta á ráðstefnuna og lesa ræðu Mariu: https://www.rappler.com/world/global-affairs/video-full-text-transcript-dialogue-maria-ressa-colum-mccann-vatican/ Hægt er að hlusta á fyrirlestra, ræður og viðtöl við Maria Ressa á netinu. Hún er afar sterk rödd í baráttunni til að frelsa mannkyn undan árásum samfélagsmiðla og þeirri ógn sem þeir eru lýðræðinu (um 72% mannkyns býr núna undir einræði skv. nýrri sænskri rannsókn sem Maria vitnar óspart í). Aðferðarfræði samfélagsmiðla eru lítil áreiti sem ýta undir ótta, reiði og hatur. Okkur er skapað umhverfi þar sem við förum að efast um staðreyndir, vitum ekki hvað er satt og rétt og missum þannig smám saman traustið til stofnana samfélagsins. Með því að vera á samfélagsmiðlum veitum við alls kyns lítt velviljuðum öflum aðgang að okkar innstu leyndarmálum, því miðillinn hefur fyrir löngu lesið út hver við erum og hvað skiptir okkur máli, það er hans söluvara. Við þurfum að skilja hættuleg áhrif samfélagsmiðla sem stela athygli okkar til að selja okkur vöru. Þeir móta skoðanir okkar og líðan, ræna okkur frelsinu til að lifa af yfirvegun. En það er hægt að forða sér. Völdin eru í höndum okkar, hvers og eins. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook verði notuð til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Samfélagsmiðlar Meta Facebook X (Twitter) Fjölmiðlar Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. Hún fylgdist með því hvernig Duterte komst til valda á Filippseyjum sem þá var ungt og viðkvæmt lýðræðisríki. Facebook gegndi þar lykilhlutverki með markvissri útbreiðslu lyga og áróðurs. Þetta gerðist í maí 2016 og var fyrsta dæmið um áhrif miðilsins á niðurstöður kosninga, næsta dæmið voru kosningarnar í Bandaríkjunum síðar sama ár. Maria Ressa hafði verið hrifin af Facebook og nýtt miðilinn í starfi sínu sem blaðamaður og við rekstur netblaðsins Rappler sem hún stofnaði 2012. En smám saman fór hún að efast um heilindi fyrirtækisins. Hún reyndi að koma upplýsingum um óæskileg áhrif Facebook á framfæri við stjórnendur þess. En hún talaði fyrir tómum eyrum. Núna er hún skýr í afstöðu sinni: Facebook grefur undan lýðræðinu og hefur engan áhuga á að bæta sig. „Að mínu mati er Facebook alvarleg ógn við lýðræðisríki í heiminum ... ég er stórhissa á að við höfum látið tæknifyrirtæki sem eingöngu vilja vaxa og græða hrifsa af okkur frelsið.“ Það sem er sérlega hættulegt, bendir Maria á, er að völdin í heiminum hafa færst frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til forstjóra tæknirisanna. Þeir hafa engan áhuga á velferð almennings og lúta ekki lögmálum réttarríkisins eins og kjörnir fulltrúar þurfa að gera. Engin leið er til að veita þeim aðhald. Auk þess grafa þeir markvisst undan hefðbundnum fjölmiðlum með því að raka til sín auglýsingatekjur. Fjölmiðlar eru mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu og tæki til að halda stjórnvöldum við efnið. Maria Ressa var aðal fyrirlesari á fyrstu ráðstefnu hátíðarárs kaþólsku kirkjunnar sem var haldin í Páfagarði í janúar. Hún segist hafa átt samtal við Frans páfa áður og sagt honum skoðun sína á samfélagsmiðlum. Augljóst er að páfi hefur talið málið mikilvægt fyrst hann fékk hana til að tala. Hér er tengill á Rappler-síðu þar sem er bæði hægt að hlusta á ráðstefnuna og lesa ræðu Mariu: https://www.rappler.com/world/global-affairs/video-full-text-transcript-dialogue-maria-ressa-colum-mccann-vatican/ Hægt er að hlusta á fyrirlestra, ræður og viðtöl við Maria Ressa á netinu. Hún er afar sterk rödd í baráttunni til að frelsa mannkyn undan árásum samfélagsmiðla og þeirri ógn sem þeir eru lýðræðinu (um 72% mannkyns býr núna undir einræði skv. nýrri sænskri rannsókn sem Maria vitnar óspart í). Aðferðarfræði samfélagsmiðla eru lítil áreiti sem ýta undir ótta, reiði og hatur. Okkur er skapað umhverfi þar sem við förum að efast um staðreyndir, vitum ekki hvað er satt og rétt og missum þannig smám saman traustið til stofnana samfélagsins. Með því að vera á samfélagsmiðlum veitum við alls kyns lítt velviljuðum öflum aðgang að okkar innstu leyndarmálum, því miðillinn hefur fyrir löngu lesið út hver við erum og hvað skiptir okkur máli, það er hans söluvara. Við þurfum að skilja hættuleg áhrif samfélagsmiðla sem stela athygli okkar til að selja okkur vöru. Þeir móta skoðanir okkar og líðan, ræna okkur frelsinu til að lifa af yfirvegun. En það er hægt að forða sér. Völdin eru í höndum okkar, hvers og eins. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook verði notuð til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar