Leikurinn fór fram í Lissabon en hin sænska Stina Blackstenius skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu. Stórlið Barcelona sem hefur unnið keppnina þrisvar á síðustu fimm árum hafði umtalsverða yfirburði í leiknum í dag en tókst ekki að færa sér þá í nyt og hin hollenska Daphne van Domselaar varði eins og berserkur í marki Arsenal.
Þetta er í annað sinn sem Arsenal fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu en liðið vann keppnina einnig árið 2007. Þess má til gamans geta að síðasti Evróputitill karlaliðs Arsenal kom í hús 1994 þegar liðið vann Evrópukeppni félagsliða.