Dúxinn fjarri góðu gamni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 19:01 Móðir Bergs Fáfnis tók við glás af viðurkenningum fyrir hönd sonar síns. Vísir/Samsett Dúx Flensborgarskólans í Hafnarfirði þetta árið var ekki viðstaddur brautskráningarathöfnina vegna þess að hann er þessa stundina staddur úti í Andorra þar sem hann etur kappi á Smáþjóðaleikunum í sundi fyrir Íslands hönd. Bergur Fáfnir Bjarnason hlaut hæstu einkunn í útskriftarárgangi Flensborgarskólans með meðaleinkunn upp á 9,74. Hann hlaut einnig styrk frá Rio Tinto fyrir góðan árangur í raungreinum, verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku, íslensku, íþróttaafreksgreinum og stærðfræði en Bergur Fáfnir hefur haldið úti jafningjakennslu í stærðfræði og raungreinum innan skólans. Hann hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og einnig frá Efnafræðifélagi Íslands sem veitt eru nemendum sem sýna afburða árangur í efnafræði en Bergur sigraði árlega landskeppni í efnafræði meðal framhaldsskólanema fyrr á árinu. Móðir hans tók við viðurkenningunum á athöfninni fyrir sonar síns hönd. 107 nemendur brautskráðust í dag.Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Flensborgarskólinn brautskráði í dag 107 nemendur af fimm brautum skólans. 16 af félagsvísindabraut, 10 af raunvísindabraut, 4 af starfsbraut, 11 af viðskipta- og hagfræðibraut og 66 af opinni braut. Ríflega helmingur þeirra lauk einnig námi af einu af sviðum skólans, það er af félagslífssviði, litasviði, tæknisviði eða íþróttaafrekssviði skólans. Semidúx skólans þetta árið var Hekla Sif Óðinsdóttir með einkunnina 9,62. Hún hlaut raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Hún fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku og spænsku og viðurkenningu frá Stærðfræðafélagi Íslands fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta.Flensborgarskólinn Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, og Júlía Jörgensen, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp og fóru yfir liðið skólaár, þ.m.t. skólastarfið sem einkenndist af gjöfulum verkefnum og frumkvæði nemenda. Þar vakti athygli nýr Flensborgarlundur í landi skógræktar Hafnarfjarðar og jafningjaver sem starfrækt er af nemendum til stuðnings við samnemendur sína í stærðfræði og raungreinum. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og minntist áranna í Flensborg með hlýju. Hún þakkaði samnemendum og starfsfólki skólans fyrir að gera skólann að lifandi og skemmtilegu umhverfi sem hún segir að geri Flensborg að svo einstökum skóla. Þá afhenti hún skólanum gjöf en hópurinn gaf fjárupphæð til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í nafni skólans. Tryggvi Harðarson ávarpaði athöfnina fyrir hönd 50 ára stúdenta en hann fór fyrir hópi þeirra sem luku fyrstir stúdentspróf frá Flensborgarskólanum árið 1975. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Sund Dúxar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Bergur Fáfnir Bjarnason hlaut hæstu einkunn í útskriftarárgangi Flensborgarskólans með meðaleinkunn upp á 9,74. Hann hlaut einnig styrk frá Rio Tinto fyrir góðan árangur í raungreinum, verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku, íslensku, íþróttaafreksgreinum og stærðfræði en Bergur Fáfnir hefur haldið úti jafningjakennslu í stærðfræði og raungreinum innan skólans. Hann hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og einnig frá Efnafræðifélagi Íslands sem veitt eru nemendum sem sýna afburða árangur í efnafræði en Bergur sigraði árlega landskeppni í efnafræði meðal framhaldsskólanema fyrr á árinu. Móðir hans tók við viðurkenningunum á athöfninni fyrir sonar síns hönd. 107 nemendur brautskráðust í dag.Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Flensborgarskólinn brautskráði í dag 107 nemendur af fimm brautum skólans. 16 af félagsvísindabraut, 10 af raunvísindabraut, 4 af starfsbraut, 11 af viðskipta- og hagfræðibraut og 66 af opinni braut. Ríflega helmingur þeirra lauk einnig námi af einu af sviðum skólans, það er af félagslífssviði, litasviði, tæknisviði eða íþróttaafrekssviði skólans. Semidúx skólans þetta árið var Hekla Sif Óðinsdóttir með einkunnina 9,62. Hún hlaut raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Hún fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku og spænsku og viðurkenningu frá Stærðfræðafélagi Íslands fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta.Flensborgarskólinn Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, og Júlía Jörgensen, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp og fóru yfir liðið skólaár, þ.m.t. skólastarfið sem einkenndist af gjöfulum verkefnum og frumkvæði nemenda. Þar vakti athygli nýr Flensborgarlundur í landi skógræktar Hafnarfjarðar og jafningjaver sem starfrækt er af nemendum til stuðnings við samnemendur sína í stærðfræði og raungreinum. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og minntist áranna í Flensborg með hlýju. Hún þakkaði samnemendum og starfsfólki skólans fyrir að gera skólann að lifandi og skemmtilegu umhverfi sem hún segir að geri Flensborg að svo einstökum skóla. Þá afhenti hún skólanum gjöf en hópurinn gaf fjárupphæð til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í nafni skólans. Tryggvi Harðarson ávarpaði athöfnina fyrir hönd 50 ára stúdenta en hann fór fyrir hópi þeirra sem luku fyrstir stúdentspróf frá Flensborgarskólanum árið 1975.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Sund Dúxar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira