Innlent

Af­sögn Úlfars og af­staða Ís­lands til á­standsins á Gasa

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga á Bylgjunni. 
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga á Bylgjunni.  Vísir

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, sem hefur byggt íbúðir á Íslandi í meira en þrjátíu ár, ræðir húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu og sína sýn á framtíð markaðar þar sem eftirspurn er langt umfram framboð, verð hækkar stöðugt og lítil merki eru um breytingar á þeirri stöðu.

Næst ræðir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sín verkefni, málefni saksóknara í kjölfar gagnalekamálsins, mál Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, lögreglumál, landamæramál, útlendingamál og fleira.

Því næst ræða Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðlfokksins, Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar og Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar utanríkismál, stöðu Íslands á óvissutímum, afstöðuna til Ísraels og aðgerðir Íslands vegna ástandsins á Gasa.

Loks kemur Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður Rannsóknaseturs skapandi greina og ræðir nýjar rannsóknir á efnahagslegu mikilvægi skapandi greina fyrir Ísland og landsbyggðina sérstaklega.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að ofan og á Bylgjunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×