Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2025 12:33 Daði Berg Jónsson skoraði tvö mörk gegn Stjörnunni. vísir/anton Heimasigrar unnust í öllum fjórum leikjum gærdagsins í Bestu deild karla. Vestri, Víkingur, Valur og KA unnu öll sína leiki. Vestri var 0-1 undir í hálfleik gegn Stjörnunni en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann 3-1 sigur. Guðmundur Baldvin Nökkvason kom Stjörnumönnum yfir strax á 6. mínútu og þeir leiddu í hálfleik, 0-1. Gunnar Jónas Hauksson jafnaði fyrir Vestramenn í upphafi seinni hálfleiks og svo var komið að Daða Berg Jónssyni. Hann kom heimamönnum yfir á 74. mínútu og gulltryggði svo sigur þeirra mínútu fyrir leikslok. Vestri er í 2. sæti deildarinnar með sextán stig en Stjarnan í því sjöunda með tíu stig. Víkingur er með sautján stig á toppnum eftir 2-1 sigur á ÍA í Víkinni í gær. Stígur Diljan Þórðarson kom Víkingum yfir á 9. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki fyrir félagið og Helgi Guðjónsson, sem lagði fyrsta markið upp, jók muninn svo í 2-0 á 34. mínútu. Haukur Andri Haraldsson minnkaði muninn í 2-1 mínútu fyrir hálfleik en nær komust Skagamenn ekki. Þeir eru með sex stig á botni deildarinnar. Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV á heimavelli. Öll mörkin komu á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik. Jovan Mitrovic skoraði sjálfsmark á 28. mínútu og aðeins mínútum síðar skoraði Patrick Pedersen sitt sjöunda mark í sumar. Birkir Heimisson gerði svo þriðja mark Valsmanna á markamínútunni, þeirri 43. Valur er með tólf stig í 4. sæti deildarinnar en ÍBV, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 9. sætinu með átta stig. Aðeins eitt mark var skorað í leik KA og nýliða Aftureldingar á Akureyri. Það gerði Hallgrímur Mar Steingrímsson með frábæru skoti fyrir utan vítateig á 79. mínútu. Með sigrinum komst KA upp í 10. sæti deildarinnar en liðið er með átta stig. Afturelding er í 8. sætinu með tíu stig. Besta deild karla Vestri Stjarnan Víkingur Reykjavík ÍA Valur ÍBV KA Afturelding Tengdar fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ „Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA. 24. maí 2025 22:00 Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. 24. maí 2025 21:46 Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. 24. maí 2025 18:46 Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Víkingur vann 2-1 gegn ÍA á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar karla. Bæði mörk Víkinga voru keimlík og markið sem þeir fengu á sig var afar klaufalegt. Víkingar tylla sér á toppinn með sigrinum en Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar. 24. maí 2025 18:33 Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Vestri vann ansi góðan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld á Kerecis vellinum á Ísafirði. Stjarnan komst yfir snemma leiks en Vestra menn sneru við taflinu í síðari hálfleik, sem þeir áttu með húð og hári, og skoruðu þrívegis til að tryggja 3-1 sigur. 24. maí 2025 18:33 Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum KA tók á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag. Fyrir leikinn voru KA á botni deildarinnar með fimm stig. Leiknum lauk með 1-0 sigri KA, þrjú mikilvæg stig fyrir heimamenn. 24. maí 2025 16:16 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira
Vestri var 0-1 undir í hálfleik gegn Stjörnunni en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann 3-1 sigur. Guðmundur Baldvin Nökkvason kom Stjörnumönnum yfir strax á 6. mínútu og þeir leiddu í hálfleik, 0-1. Gunnar Jónas Hauksson jafnaði fyrir Vestramenn í upphafi seinni hálfleiks og svo var komið að Daða Berg Jónssyni. Hann kom heimamönnum yfir á 74. mínútu og gulltryggði svo sigur þeirra mínútu fyrir leikslok. Vestri er í 2. sæti deildarinnar með sextán stig en Stjarnan í því sjöunda með tíu stig. Víkingur er með sautján stig á toppnum eftir 2-1 sigur á ÍA í Víkinni í gær. Stígur Diljan Þórðarson kom Víkingum yfir á 9. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki fyrir félagið og Helgi Guðjónsson, sem lagði fyrsta markið upp, jók muninn svo í 2-0 á 34. mínútu. Haukur Andri Haraldsson minnkaði muninn í 2-1 mínútu fyrir hálfleik en nær komust Skagamenn ekki. Þeir eru með sex stig á botni deildarinnar. Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV á heimavelli. Öll mörkin komu á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik. Jovan Mitrovic skoraði sjálfsmark á 28. mínútu og aðeins mínútum síðar skoraði Patrick Pedersen sitt sjöunda mark í sumar. Birkir Heimisson gerði svo þriðja mark Valsmanna á markamínútunni, þeirri 43. Valur er með tólf stig í 4. sæti deildarinnar en ÍBV, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 9. sætinu með átta stig. Aðeins eitt mark var skorað í leik KA og nýliða Aftureldingar á Akureyri. Það gerði Hallgrímur Mar Steingrímsson með frábæru skoti fyrir utan vítateig á 79. mínútu. Með sigrinum komst KA upp í 10. sæti deildarinnar en liðið er með átta stig. Afturelding er í 8. sætinu með tíu stig.
Besta deild karla Vestri Stjarnan Víkingur Reykjavík ÍA Valur ÍBV KA Afturelding Tengdar fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ „Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA. 24. maí 2025 22:00 Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. 24. maí 2025 21:46 Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. 24. maí 2025 18:46 Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Víkingur vann 2-1 gegn ÍA á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar karla. Bæði mörk Víkinga voru keimlík og markið sem þeir fengu á sig var afar klaufalegt. Víkingar tylla sér á toppinn með sigrinum en Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar. 24. maí 2025 18:33 Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Vestri vann ansi góðan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld á Kerecis vellinum á Ísafirði. Stjarnan komst yfir snemma leiks en Vestra menn sneru við taflinu í síðari hálfleik, sem þeir áttu með húð og hári, og skoruðu þrívegis til að tryggja 3-1 sigur. 24. maí 2025 18:33 Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum KA tók á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag. Fyrir leikinn voru KA á botni deildarinnar með fimm stig. Leiknum lauk með 1-0 sigri KA, þrjú mikilvæg stig fyrir heimamenn. 24. maí 2025 16:16 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira
„Ég hefði getað sett þrjú“ „Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA. 24. maí 2025 22:00
Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. 24. maí 2025 21:46
Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. 24. maí 2025 18:46
Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Víkingur vann 2-1 gegn ÍA á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar karla. Bæði mörk Víkinga voru keimlík og markið sem þeir fengu á sig var afar klaufalegt. Víkingar tylla sér á toppinn með sigrinum en Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar. 24. maí 2025 18:33
Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Vestri vann ansi góðan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld á Kerecis vellinum á Ísafirði. Stjarnan komst yfir snemma leiks en Vestra menn sneru við taflinu í síðari hálfleik, sem þeir áttu með húð og hári, og skoruðu þrívegis til að tryggja 3-1 sigur. 24. maí 2025 18:33
Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum KA tók á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag. Fyrir leikinn voru KA á botni deildarinnar með fimm stig. Leiknum lauk með 1-0 sigri KA, þrjú mikilvæg stig fyrir heimamenn. 24. maí 2025 16:16