United tekur á móti Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Villa er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan United er í 16. sæti deildarinnar. Á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Tottenham, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Þrátt fyrir afleitt gengi í vetur ætlar Amorim að ávarpa stuðningsmenn United eftir leikinn á Old Trafford í dag.
„Þetta verður afsökunarbeiðni. Ég held að það sé ljóst. Ég hef ekki tíma fyrir útskýringu,“ sagði Amorim.
„Ég verð heiðarlegur við stuðningsmennina og segi það sem mér býr í brjósti og það kemur frá hjartanu.“
Amorim tók við United í nóvember á síðasta ári eftir að hafa gert góða hluti með Sporting í Portúgal.