Körfubolti

Emili­e Hessel­dal í Grinda­vík

Siggeir Ævarsson skrifar
Emilie Hesseldal hefur skipt yfir í Grindavík frá Njarðvík. Þar hittir hún  væntanlega fyrir sinn fyrrum liðsfélaga úr Njarðvík, Isabellu Ósk, sem sést hér í bakgrunni
Emilie Hesseldal hefur skipt yfir í Grindavík frá Njarðvík. Þar hittir hún  væntanlega fyrir sinn fyrrum liðsfélaga úr Njarðvík, Isabellu Ósk, sem sést hér í bakgrunni Vísir/Pawel

Danski landsliðsmiðherjinn Emilie Hesseldal mun leika með Grindvíkingum á næsta tímabili en Grindvíkingar tilkynntu um félagaskiptin nú rétt í þessu.

Hesseldal hefur leikið með Njarðvíkingum síðustu tvö tímabil en hún lék einnig á Íslandi tímabilið 2019-2020 þegar hún lék með Skallagrími og varð frákastahæsti leikmaður deildarinnar. Með Njarðvík landaði hún bikarmeistaratitlinum í ár en liðið tapaði í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn gegn Haukum nú í vor.

Hjá Grindavík hittir Emilie fyrir nokkra landa sína að því gefnu að þau verði áfram með Grindvíkingum en þau Sofie Tryggedsson, Ena Viso og Daniel Mortensen voru öll í herbúðum Grindvíkinga á nýliðnu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×