Ronaldo segir þessum kafla lokið Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 08:00 Cristiano Ronaldo lánaðist ekki að landa stórum titli í búningi Al Nassr. Getty/Mohammed Saad Cristiano Ronaldo virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir sádiarabíska félagið Al Nassr í gær, þegar hann skoraði sitt 800. mark fyrir félagslið á ferlinum. Ronaldo og Sadio Mané skoruðu mörk Al Nassr sem mætti Al Fateh í lokaumferð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar en urðu að sætta sig við 3-2 tap. Al Nassr endaði í 3. sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir meisturum Al Ittihad. Innan við klukkutíma eftir að leiknum lauk hafði birst færsla á samfélagsmiðlum Ronaldos þar sem sagði: „Þessum kafla er lokið. Sagan? Enn verið að skrifa hana. Þakklátur öllum.“ View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Fleira kom ekki fram en erfitt að skilja þessi orð öðruvísi en að kaflanum hjá Al Nassr sé lokið. Á tveimur og hálfu ári Ronaldo með liðinu lánaðist þessum sigursæla Portúgala ekki að vinna stóran titil sem verður að teljast óvenjulegt á hans ferli. Ronaldo tjáði sig ekki frekar um framhaldið en samkvæmt Goal er hann einna helst orðaður við bandarísku MLS-deildina og sitt gamla félag Sporting Lissabon í Portúgal. Það er að minnsta kosti ljóst að þessi fertugi leikmaður ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta. Ronaldo er á sínum stað í landsliðshópi Portúgals sem Roberto Martinez valdi fyrir úrslit Þjóðadeildarinnar. Portúgalar mæta þar Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudaginn í næstu viku en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Spánn og Frakkland. Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sæti fara svo fram 8. júní en allir leikirnir verða í Þýskalandi. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Ronaldo og Sadio Mané skoruðu mörk Al Nassr sem mætti Al Fateh í lokaumferð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar en urðu að sætta sig við 3-2 tap. Al Nassr endaði í 3. sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir meisturum Al Ittihad. Innan við klukkutíma eftir að leiknum lauk hafði birst færsla á samfélagsmiðlum Ronaldos þar sem sagði: „Þessum kafla er lokið. Sagan? Enn verið að skrifa hana. Þakklátur öllum.“ View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Fleira kom ekki fram en erfitt að skilja þessi orð öðruvísi en að kaflanum hjá Al Nassr sé lokið. Á tveimur og hálfu ári Ronaldo með liðinu lánaðist þessum sigursæla Portúgala ekki að vinna stóran titil sem verður að teljast óvenjulegt á hans ferli. Ronaldo tjáði sig ekki frekar um framhaldið en samkvæmt Goal er hann einna helst orðaður við bandarísku MLS-deildina og sitt gamla félag Sporting Lissabon í Portúgal. Það er að minnsta kosti ljóst að þessi fertugi leikmaður ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta. Ronaldo er á sínum stað í landsliðshópi Portúgals sem Roberto Martinez valdi fyrir úrslit Þjóðadeildarinnar. Portúgalar mæta þar Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudaginn í næstu viku en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Spánn og Frakkland. Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sæti fara svo fram 8. júní en allir leikirnir verða í Þýskalandi.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira