Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Árni Sæberg skrifar 27. maí 2025 12:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fundað með vararíkissaksóknara og lagt tillögur um lausn á hans málum á borðið. Hún tjáir sig ekki um það hvort ein tillagnanna hafi verið um að gera hann að vararíkislögreglustjóra og sú staða þannig endurvakin eftir fimmtán ára dvala. Morgunblaðið hafði eftir heimildarmönnum sínum í morgun að Þorbjörg Sigríður hefði boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararríkissaksóknara stöðu vararíkislögreglustjóra til þess að lægja öldurnar á skrifstofu Ríkissaksóknara. Ekki hefur verið skipað í stöðu vararíkislögreglustjóra frá árinu 2010. Hefur setið auðum höndum í fleiri mánuði Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Málið sé lagalega flókið Þorbjörg Sigríður ræddi málið við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Er þetta rétt, sem hefur hefur verið greint frá í morgun? „Ég get ekki tjáð mig um það. Ég get hins vegar sagt að ég hef átt fundi með vararíkissaksóknara um stöðuna og lagt ákveðnar tillögur á borð, eins og hann hefur raunar staðfest sjálfur í fjölmiðlum. Það eru allnokkrar vikur síðan það var og ég á von á niðurstöðu á allra næstu dögum.“ Verkefni hennar í málinu hafi alltaf verið að tryggja það að ákæruvaldið sé áfram starfhæft í landinu og að varðveita traust og trúverðugleika þess. Hún eigi von á því að einhverjar lyktir fáist fljótlega í „þessu lagalega flókna máli.“ Gefur ekkert upp um samskipti við Ríkislögreglustjóra Getur þú sagt okkur hvort þú hafir fundað með Ríkislögreglustjóra um þetta mál? „Um þetta tiltekna mál? Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ segir dómsmálaráðherra en ítrekar að von sé á niðurstöðu í málinu á allra næstu dögum. Vísir hefur ekki náð tali að Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna málsins. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að embættið muni ekki tjá sig um málið. Öllum fyrirspurnum um það skuli beint til ráðuneytisins. Þá hefur ekki náðst í Helga Magnús. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira
Morgunblaðið hafði eftir heimildarmönnum sínum í morgun að Þorbjörg Sigríður hefði boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararríkissaksóknara stöðu vararíkislögreglustjóra til þess að lægja öldurnar á skrifstofu Ríkissaksóknara. Ekki hefur verið skipað í stöðu vararíkislögreglustjóra frá árinu 2010. Hefur setið auðum höndum í fleiri mánuði Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Málið sé lagalega flókið Þorbjörg Sigríður ræddi málið við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Er þetta rétt, sem hefur hefur verið greint frá í morgun? „Ég get ekki tjáð mig um það. Ég get hins vegar sagt að ég hef átt fundi með vararíkissaksóknara um stöðuna og lagt ákveðnar tillögur á borð, eins og hann hefur raunar staðfest sjálfur í fjölmiðlum. Það eru allnokkrar vikur síðan það var og ég á von á niðurstöðu á allra næstu dögum.“ Verkefni hennar í málinu hafi alltaf verið að tryggja það að ákæruvaldið sé áfram starfhæft í landinu og að varðveita traust og trúverðugleika þess. Hún eigi von á því að einhverjar lyktir fáist fljótlega í „þessu lagalega flókna máli.“ Gefur ekkert upp um samskipti við Ríkislögreglustjóra Getur þú sagt okkur hvort þú hafir fundað með Ríkislögreglustjóra um þetta mál? „Um þetta tiltekna mál? Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ segir dómsmálaráðherra en ítrekar að von sé á niðurstöðu í málinu á allra næstu dögum. Vísir hefur ekki náð tali að Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna málsins. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að embættið muni ekki tjá sig um málið. Öllum fyrirspurnum um það skuli beint til ráðuneytisins. Þá hefur ekki náðst í Helga Magnús.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45