Fyrst var sagt frá því að um sömu flugvélina væri að ræða á vef Mbl.
Einn maður var um borð í flugvélinni en hann lenti henni í gærkvöldi á Suðurlandsvegi, skammt frá Hólmsá við Reykjavík. Hann hafði verið að fljúga frá Narsarsuaq á Grænlandi til Keflavíkur.
Hreyfill flugvélarinnar var ekki í gangi þegar henni var lent á Suðurlandsveg.
Sjá einnig: Nauðlending á þjóðveginum
Ekki liggur fyrir af hverju flugvélinni var lent á Suðurlandsvegi að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið í rannsókn og rannsókn á frumstigi, hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Sjá einnig: Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi
Þegar áhöfn TF-SIF var við það að fara í loftið náðist loks samband við flugmanninn og sáust merki frá henni í kerfum stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli.