Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. maí 2025 14:30 Nicolo Zaniolo er leikmaður Fiorentina og sést hér í leik gegn Roma fyrr á tímabilinu. Hann var áhorfandi á leik unglingaliðanna í gærkvöldi og fór inn í klefa Roma eftir leik. Silvia Lore/Getty Images Ítalska knattspyrnusambandið hefur hrundið af stað rannsókn eftir að Roma ásakaði Nicolo Zaniolo, leikmann Fiorentina, um að storma inn í búningsherbergi og slá til tveggja leikmanna í unglingaliði Roma, eftir leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Zaniolo segist hafa ætlað að þakka þeim fyrir tímabilið, þeir hafi svarað með móðgandi hætti og hann hafi yfirgefið svæðið. Zaniolo er leikmaður Fiorentina, að láni frá Galatasaray í Tyrklandi, og var viðstaddur leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Fiorentina vann Roma 2-1 í undanúrslitum u20 deildarinnar. Roma segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi að Zaniolo hafi stormað inn í búningsherbergi Roma eftir leik, með ögrandi tilburðum og átt í orðaskiptum við leikmenn liðsins. Tveir þeirra hafi síðan verið slegnir. Fiorentina sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem er ekki minnst á neitt ofbeldi, og Zaniolo segir: „Eftir leik fór ég niður í búningsherbergi til að óska Fiorentina strákunum til hamingju. Síðan fór ég inn í búningsherbergi Roma. Ég ætlaði að heilsa þeim og óska þeim til hamingju með flott tímabil, en þeir svöruðu með móðgandi hætti og þá ákvað ég, til þess að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum, að fara.“ Zaniolo spilaði sjálfur með Roma frá 2018-2023. Massimo Insabato/Mondadori Portfolio via Getty Images Yfirvöld á Ítalíu undu sér strax til verks. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hóf rannsókn í morgun og mun yfirheyra aðila málsins eins fljótt og auðið er. Zaniolo á yfir höfði sér bann frá allri knattspyrnuiðkun á Ítalíu, finnist hann sekur. Zaniolo var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Ítalíu og var valinn besti ungi leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar árið 2018, þá sem leikmaður Roma. Hann var hjá félaginu næstu fimm ár og vann Sambandsdeildina undir stjórn Jose Mourinho árið 2022 en fór síðan til Galatasaray árið 2023. Honum hefur hins vegar ekki vegna vel í Tyrklandi, aðeins spilað tíu leiki fyrir Galatasaray, og verið sendur á lán til Aston Villa, Atalanta og nú Fiorentina, þar sem hann er uppalinn. Ítalski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu Sjá meira
Zaniolo er leikmaður Fiorentina, að láni frá Galatasaray í Tyrklandi, og var viðstaddur leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Fiorentina vann Roma 2-1 í undanúrslitum u20 deildarinnar. Roma segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi að Zaniolo hafi stormað inn í búningsherbergi Roma eftir leik, með ögrandi tilburðum og átt í orðaskiptum við leikmenn liðsins. Tveir þeirra hafi síðan verið slegnir. Fiorentina sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem er ekki minnst á neitt ofbeldi, og Zaniolo segir: „Eftir leik fór ég niður í búningsherbergi til að óska Fiorentina strákunum til hamingju. Síðan fór ég inn í búningsherbergi Roma. Ég ætlaði að heilsa þeim og óska þeim til hamingju með flott tímabil, en þeir svöruðu með móðgandi hætti og þá ákvað ég, til þess að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum, að fara.“ Zaniolo spilaði sjálfur með Roma frá 2018-2023. Massimo Insabato/Mondadori Portfolio via Getty Images Yfirvöld á Ítalíu undu sér strax til verks. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hóf rannsókn í morgun og mun yfirheyra aðila málsins eins fljótt og auðið er. Zaniolo á yfir höfði sér bann frá allri knattspyrnuiðkun á Ítalíu, finnist hann sekur. Zaniolo var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Ítalíu og var valinn besti ungi leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar árið 2018, þá sem leikmaður Roma. Hann var hjá félaginu næstu fimm ár og vann Sambandsdeildina undir stjórn Jose Mourinho árið 2022 en fór síðan til Galatasaray árið 2023. Honum hefur hins vegar ekki vegna vel í Tyrklandi, aðeins spilað tíu leiki fyrir Galatasaray, og verið sendur á lán til Aston Villa, Atalanta og nú Fiorentina, þar sem hann er uppalinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu Sjá meira