Lífið

Skvísurnar tóku yfir klúbbinn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Það var sannkölluð gellufest á skemmtistaðnum Auto síðastliðið föstudagskvöld.
Það var sannkölluð gellufest á skemmtistaðnum Auto síðastliðið föstudagskvöld.

Svokallað Gellufest tískuvöruverslunarinnar Ginu Tricot fór fram á skemmtistaðnum AUTO síðastliðið föstudagskvöld. Þar mættu margar af skvísum landsins og tóku yfir klúbbinn með stæl og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi.

Gríðarleg stemning ríkti í húsinu þar sem gellur og glæsileiki voru í fyrirrúmi, og dansgólfið iðaði af lífi og fjöri.

Plötusnúðurinn Guðný Björk hóf kvöldið og þeytti skífum eins og henni einni er lagið. Tónlistarkonurnar Katrín Myrra, Klara Einars, Alaska og Gugusar tóku svo sviðið og fylltu dansgólfið. Þá steig tónlistarmaðurinn Aron Can einnig á svið og flutti nokkur af sínum stærstu smellum, sem kveikti stemninguna á dansgólfinu enn frekar.

Hér má sjá vel valdar myndir frá Gellufestinu:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.