Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2025 22:16 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir hættulegt að stjórnmálamenn gera fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélagsins segir hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Málið sé alvarlegra en stjórnmálamennirnir geri sér grein fyrir. Traust til fjölmiðla hefur verið á niðurleið síðustu ár. Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að einungis helmingur landsmanna hafi treyst fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda alþingiskosninga. Svo á þessu kjörtímabili hafa í það minnsta þrír þingmenn gagnrýnt stærstu fjölmiðla landsins fyrir að fjalla um sig eða sakað þá um hlutdrægni. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði umfjöllun Vísis um veiðigjöld undarlega þar sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi situr í stjórn Sýnar sem á Vísi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Mannlíf og Vísi fyrir umfjöllun um ræðu hennar á Alþingi, þrátt fyrir að hún hafi ekki látið ná í sig í tvo daga. Þá hefur Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins kallað eftir því að Morgunblaðið fái enga styrki frá ríkinu vegna umfjöllunar um flokkinn. Einnig má nefna gagnrýni samflokkskonu hans, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, á RÚV fyrir umfjöllun um hennar mál. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir stjórnmálamenn í auknu mæli vilja eingöngu miðla upplýsingum á sínum reikningum á samfélagsmiðlum. „Svo þegar kemur einhver alvöru blaðamennska þar sem er verið a spyrja erfiðara spurninga og upplýsa um hluti sem fólk hefði kannski sjálft ekki sett á sína samfélagsmiðla. Þá kemur þessi ómálefnalega gagnrýni sem við gerum miklar athugasemdir við. Við teljum hana skaðlega lýðræðinu. Hún grefur undan trausti á fjölmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar séu ekki yfir gagnrýni hafnir, en hún þurfi að vera málefnaleg. Það sé hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum. „Í staðinn fyrir að svara þeim spurningum sem vakna og veita þær upplýsingar sem almenningur á rétt á,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Traust til fjölmiðla hefur verið á niðurleið síðustu ár. Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að einungis helmingur landsmanna hafi treyst fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda alþingiskosninga. Svo á þessu kjörtímabili hafa í það minnsta þrír þingmenn gagnrýnt stærstu fjölmiðla landsins fyrir að fjalla um sig eða sakað þá um hlutdrægni. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði umfjöllun Vísis um veiðigjöld undarlega þar sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi situr í stjórn Sýnar sem á Vísi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Mannlíf og Vísi fyrir umfjöllun um ræðu hennar á Alþingi, þrátt fyrir að hún hafi ekki látið ná í sig í tvo daga. Þá hefur Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins kallað eftir því að Morgunblaðið fái enga styrki frá ríkinu vegna umfjöllunar um flokkinn. Einnig má nefna gagnrýni samflokkskonu hans, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, á RÚV fyrir umfjöllun um hennar mál. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir stjórnmálamenn í auknu mæli vilja eingöngu miðla upplýsingum á sínum reikningum á samfélagsmiðlum. „Svo þegar kemur einhver alvöru blaðamennska þar sem er verið a spyrja erfiðara spurninga og upplýsa um hluti sem fólk hefði kannski sjálft ekki sett á sína samfélagsmiðla. Þá kemur þessi ómálefnalega gagnrýni sem við gerum miklar athugasemdir við. Við teljum hana skaðlega lýðræðinu. Hún grefur undan trausti á fjölmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar séu ekki yfir gagnrýni hafnir, en hún þurfi að vera málefnaleg. Það sé hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum. „Í staðinn fyrir að svara þeim spurningum sem vakna og veita þær upplýsingar sem almenningur á rétt á,“ segir Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira