Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 09:01 Nicolo Zaniolo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fiorentina og gæti núna verið á leið í langt bann. Getty/Giuseppe Maffia Ítalska knattspyrnufélagið Roma hefur nú sent frá sér aðra yfirlýsingu þar sem hinn 25 ára gamli Nicolo Zaniolo er sakaður um skelfilega hegðun eftir leik unglingaliða Fiorentina og Roma í fyrradag. Zaniolo hefur verið liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina seinni hluta leiktíðarinnar sem lauk núna um helgina. Hann var á Viola Park á sunnudaginn þegar unglingalið Fiorentina og Roma mættust, og er nú sakaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, kastað af sér þvagi í búningsklefa og komið tveimur leikmönnum unglingaliðs Roma á sjúkrahús. Zaniolo hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en neitar að hafa beitt nokkurn mann ofbeldi. Það rímar hins vegar illa við nýja yfirlýsingu Rómverja sem saka Zaniolo um að hafa komið tveimur unglingaliðsmönnum á sjúkrahús: „Þann 26. maí, eftir undanúrslitaleik unglingaliða Fiorentina og Roma á Viola Park, fór Nicolo Zaniolo (úr aðalliði Fiorentina) í leyfisleysi inn í búningsklefa Roma, ásamt öðrum manni. Vitni segja það hafa sést að Zaniolo var undir áhrifum vímuefna. Hann kastaði af sér þvagi í klefa Roma, egndi leikmenn og, án orðaskipta, veitti Mattia Almaviva högg og ýtti Marco Litti með ofbeldisfullum hætti á bekk. Litti fór fyrir skömmu í axlaraðgerð. Báðir leikmenn þurftu að fara á sjúkrahús: Almaviva þarf samkvæmt greiningu 10 daga til að jafna sig og Litti 21 dag.“ Rómverjar kalla eftir afleiðingum fyrir hinn 25 ára gamla Zaniolo, landsliðsmann Ítalíu, sem kom að láni til Fiorentina í febrúar frá Galatasaray eftir að hafa áður verið lánsmaður hjá Atalanta og Aston Villa. Áður en að atvikinu um helgina kom hafði Fiorentina ákveðið að nýta ekki möguleikann á að halda Zaniolo. Sambandið á milli Zaniolo og Roma hefur vægast sagt ekki verið gott síðan hann fór fram á að komast frá félaginu árið 2023 og til Galatasaray. Ítalska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið rannsókn vegna málsins og á Zaniolo á hættu að hljóta langt bann. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Zaniolo hefur verið liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina seinni hluta leiktíðarinnar sem lauk núna um helgina. Hann var á Viola Park á sunnudaginn þegar unglingalið Fiorentina og Roma mættust, og er nú sakaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, kastað af sér þvagi í búningsklefa og komið tveimur leikmönnum unglingaliðs Roma á sjúkrahús. Zaniolo hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en neitar að hafa beitt nokkurn mann ofbeldi. Það rímar hins vegar illa við nýja yfirlýsingu Rómverja sem saka Zaniolo um að hafa komið tveimur unglingaliðsmönnum á sjúkrahús: „Þann 26. maí, eftir undanúrslitaleik unglingaliða Fiorentina og Roma á Viola Park, fór Nicolo Zaniolo (úr aðalliði Fiorentina) í leyfisleysi inn í búningsklefa Roma, ásamt öðrum manni. Vitni segja það hafa sést að Zaniolo var undir áhrifum vímuefna. Hann kastaði af sér þvagi í klefa Roma, egndi leikmenn og, án orðaskipta, veitti Mattia Almaviva högg og ýtti Marco Litti með ofbeldisfullum hætti á bekk. Litti fór fyrir skömmu í axlaraðgerð. Báðir leikmenn þurftu að fara á sjúkrahús: Almaviva þarf samkvæmt greiningu 10 daga til að jafna sig og Litti 21 dag.“ Rómverjar kalla eftir afleiðingum fyrir hinn 25 ára gamla Zaniolo, landsliðsmann Ítalíu, sem kom að láni til Fiorentina í febrúar frá Galatasaray eftir að hafa áður verið lánsmaður hjá Atalanta og Aston Villa. Áður en að atvikinu um helgina kom hafði Fiorentina ákveðið að nýta ekki möguleikann á að halda Zaniolo. Sambandið á milli Zaniolo og Roma hefur vægast sagt ekki verið gott síðan hann fór fram á að komast frá félaginu árið 2023 og til Galatasaray. Ítalska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið rannsókn vegna málsins og á Zaniolo á hættu að hljóta langt bann.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira