Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 28. maí 2025 13:31 Fá orð eru meira áberandi í almennri umræðu þessa dagana en þjóðarmorð en stundum virðist gæta nokkurs misskilnings um merkingu þess og notkun. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er það skýrt ʻmarkviss útrýming þjóðarʼ. Á vef UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, segir: „Pólski lögfræðingurinn Raphäel Lemkin bjó til hugtakið “þjóðarmorð” (genocide) árið 1944. Lemkin reyndi með því að finna orð yfir Helförina. Einnig vildi hann lýsa þeim verknaði þegar heilum þjóðum, kynþáttum og trúarhópum hafði verið útrýmt. […] Þjóðarmorð var í fyrsta skipti skráð sem sérstakur glæpur samkvæmt alþjóðalögum í Sáttmálanum um þjóðarmorð árið 1948 en hann gekk í gildi árið 1951.“ Það sem þarna segir um uppruna hugtaksins og enska orðsins genocide er án efa rétt en það er mikilvægt að halda því til haga að íslenska orðið þjóðarmorð er ekki tilkomið sem þýðing á enska orðinu, heldur er hálfri öld eldra. Elsta dæmi um orðið er í Þjóðviljanum unga 1897, þar sem segir: „þjóðarmorðið á ekki, og má ekki, fremur en mannsmorðið haldast óhegnt.“ Þarna er orðið notað í óeiginlegri merkingu um það athæfi stjórnvalda „að smá-pína kjarkinn og lifsþrekið úr þjóð sinni með gjörræðisfullri misbrúkun stjórnar- og embættis-valdsins“, en í Ísafold 1919 er orðið notað í nútímamerkingu: „Er þar fyrst Armenía, þetta margkúgaða og hrjáða land, sem hefir staðið hinar mörgu þjóðarmorðstilraunir Tyrkja og ótrúlega grimd.“ Fáein dæmi eru um orðið fram til 1945, en elsta dæmi um að þjóðarmorð sé notað um skipulega útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni er í Þjóðviljanum 1955 þar sem fjallað er um athæfi Breta í Kenýa: „Þar er verið að framkvæma sams konar þjóðarmorð eins og stríðsglæpamenn nazista voru dæmdir fyrir í Nürnberg fyrir níu árum.“ Síðan hefur það verið notað um ýmis voðaverk sem sum hver yrðu þó varla kölluð þjóðarmorð nú – á sínum tíma töluðu íslensk blöð t.d. iðulega um „þjóðarmorð á Ungverjum“ í uppreisninni árið 1956 en þar er talið að 2500-3000 manns hafi fallið. Í seinni tíð er þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 þekktast en það var sannarlega þjóðarmorð samkvæmt öllum viðmiðum – meira en hálf milljón drepin. Stundum er deilt um hvort réttlætanlegt sé að nota orðið þjóðarmorð um það sem er að gerast á Gaza – t.d. sagði utanríkisráðherra um áramótin: „Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir.“ En ráðherrann sagði jafnframt: „ef að þjóðarmorð er það til þess að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð.“ Þetta er lykilatriði. Í íslenskum lögum er orðið þjóðarmorð ekki notað, heldur hópmorð. Um þau er fjallað í lögum nr. 2018, þar sem skilgreindir eru þeir verknaðir sem „teljast hópmorð þegar þeir eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum“. Þess vegna er ástæðulaust – og þýðingarlaust – að bíða með notkun orðsins þjóðarmorð um athæfi Ísraelshers á Gaza þangað til Alþjóðadómstóllinn hafi kveðið upp úr um það hvort um þjóðarmorð sé að ræða. Dómstóllinn mun nefnilega ekki gera það vegna þess að það er ekki á hans verksviði að skilgreina merkingu og notkun íslenskra orða. Orðið þjóðarmorð er íslenskt orð sem við getum notað ef okkur finnst það eiga við, óháð lagatæknilegri skilgreiningu – orðiðkemur nefnilega ekki fyrir í alþjóðalögum þótt orðið genocide geri það, og þjóðarmorð er ekki sú samsvörun við genocide sem notuð er í íslenskum lögum. Hikum ekki við að tala um þjóðarmorð á Gaza – það er í fullkomnu samræmi við notkun orðsins í íslensku. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fá orð eru meira áberandi í almennri umræðu þessa dagana en þjóðarmorð en stundum virðist gæta nokkurs misskilnings um merkingu þess og notkun. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er það skýrt ʻmarkviss útrýming þjóðarʼ. Á vef UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, segir: „Pólski lögfræðingurinn Raphäel Lemkin bjó til hugtakið “þjóðarmorð” (genocide) árið 1944. Lemkin reyndi með því að finna orð yfir Helförina. Einnig vildi hann lýsa þeim verknaði þegar heilum þjóðum, kynþáttum og trúarhópum hafði verið útrýmt. […] Þjóðarmorð var í fyrsta skipti skráð sem sérstakur glæpur samkvæmt alþjóðalögum í Sáttmálanum um þjóðarmorð árið 1948 en hann gekk í gildi árið 1951.“ Það sem þarna segir um uppruna hugtaksins og enska orðsins genocide er án efa rétt en það er mikilvægt að halda því til haga að íslenska orðið þjóðarmorð er ekki tilkomið sem þýðing á enska orðinu, heldur er hálfri öld eldra. Elsta dæmi um orðið er í Þjóðviljanum unga 1897, þar sem segir: „þjóðarmorðið á ekki, og má ekki, fremur en mannsmorðið haldast óhegnt.“ Þarna er orðið notað í óeiginlegri merkingu um það athæfi stjórnvalda „að smá-pína kjarkinn og lifsþrekið úr þjóð sinni með gjörræðisfullri misbrúkun stjórnar- og embættis-valdsins“, en í Ísafold 1919 er orðið notað í nútímamerkingu: „Er þar fyrst Armenía, þetta margkúgaða og hrjáða land, sem hefir staðið hinar mörgu þjóðarmorðstilraunir Tyrkja og ótrúlega grimd.“ Fáein dæmi eru um orðið fram til 1945, en elsta dæmi um að þjóðarmorð sé notað um skipulega útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni er í Þjóðviljanum 1955 þar sem fjallað er um athæfi Breta í Kenýa: „Þar er verið að framkvæma sams konar þjóðarmorð eins og stríðsglæpamenn nazista voru dæmdir fyrir í Nürnberg fyrir níu árum.“ Síðan hefur það verið notað um ýmis voðaverk sem sum hver yrðu þó varla kölluð þjóðarmorð nú – á sínum tíma töluðu íslensk blöð t.d. iðulega um „þjóðarmorð á Ungverjum“ í uppreisninni árið 1956 en þar er talið að 2500-3000 manns hafi fallið. Í seinni tíð er þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 þekktast en það var sannarlega þjóðarmorð samkvæmt öllum viðmiðum – meira en hálf milljón drepin. Stundum er deilt um hvort réttlætanlegt sé að nota orðið þjóðarmorð um það sem er að gerast á Gaza – t.d. sagði utanríkisráðherra um áramótin: „Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir.“ En ráðherrann sagði jafnframt: „ef að þjóðarmorð er það til þess að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð.“ Þetta er lykilatriði. Í íslenskum lögum er orðið þjóðarmorð ekki notað, heldur hópmorð. Um þau er fjallað í lögum nr. 2018, þar sem skilgreindir eru þeir verknaðir sem „teljast hópmorð þegar þeir eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum“. Þess vegna er ástæðulaust – og þýðingarlaust – að bíða með notkun orðsins þjóðarmorð um athæfi Ísraelshers á Gaza þangað til Alþjóðadómstóllinn hafi kveðið upp úr um það hvort um þjóðarmorð sé að ræða. Dómstóllinn mun nefnilega ekki gera það vegna þess að það er ekki á hans verksviði að skilgreina merkingu og notkun íslenskra orða. Orðið þjóðarmorð er íslenskt orð sem við getum notað ef okkur finnst það eiga við, óháð lagatæknilegri skilgreiningu – orðiðkemur nefnilega ekki fyrir í alþjóðalögum þótt orðið genocide geri það, og þjóðarmorð er ekki sú samsvörun við genocide sem notuð er í íslenskum lögum. Hikum ekki við að tala um þjóðarmorð á Gaza – það er í fullkomnu samræmi við notkun orðsins í íslensku. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun