Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 15:00 Frá aðalfundi Sósíalistaflokksins laugardaginn 24. maí. Sósíalistaflokkurinn Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. Sósíalistaflokkurinn birti í dag formleg úrslit kosninga og atkvæðagreiðslna sem fóru fram á hitafundi flokksins um helgina. Þar tókust á tvær fylkingar, önnur tengd ungliðahreyfingu flokksins en hin Gunnari Smára Egilssyni, formanns framkvæmdastjórnar flokksins frá upphafi. Gunnar Smári náði ekki kjöri og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, sagði sig frá trúnaðarstörfum eftir fundinn þrátt fyrir að hafa verið sögð kjörin pólitískur leiðtogi hans þar. Engar upplýsingar koma fram í tilkynningu Sósíalistaflokksins um kjör pólitísks leiðtoga á fundinum. Fyrir fundinn dreifði hópur sem var ósáttur við stjórnarhætti í flokknum undir forystu Gunnars Smára leiðbeiningum til stuðningsmanna sinna um hvernig þeir ættu að kjósa í stjórnir og um tillögur að lagabreytingum. Skjáskot af leiðbeiningum sem voru gefnar út um hvernig ætti að kjósa til stjórna og um tillögur á aðalfundi Sósíalistaflokksins.Aðsend Úrslitin í kosningum til framkvæmdastjórnar, málefnastjórnar og kosningastjórnar á aðalfundinum voru nær samhljóða þeim leiðbeiningum sem hópurinn gaf út. Allir frambjóðendur hópsins náðu kjöri og í þeirri röð sem þeim var raðað í leiðbeiningunum nema í kosningastjórn þar sem röðin riðlaðist aðeins. Allir frambjóðendur hópsins til varasæta komust einnig að. Alls tóku 382 af 2.448 félögum sem voru með kosningarétt þátt í aðalfundinum. Það gerir 15,6 prósent atkvæðabærra sósíalista. Tillögum stjórna hafnað Þá hafnaði fundurinn þeim lagabreytingatillögum og tillögum að ályktunum sem þáverandi stjórnir flokksins lögðu til. Tillaga frá þá sitjandi kosningastjórn um störf hennar var felld og sömuleiðis tillaga framkvæmdastjórnar um að vekja upp svonefnda baráttustjórn til þess að finna út hvernig Sósíalistaflokkurinn gæti best stutt við bakið á myndun, uppbyggingu og endurreisn hagsmunahópa almennings. Hins vegar var lagabreytingatillga sem félagsmenn á Norðurlandi eystra lögðu fram um svæðisfélög og tillaga ungliðahreyfingarinnar Roða um trúnaðarráð flokksins samþykktar líkt og lagt var upp með í leiðbeiningunum sem voru gefnar út fyrir aðalfundinn. Í leiðbeiningunum sem voru gefnar út var fólki sagt að kjósa eftir eigin sannfæringu um ályktanir sem voru lagðar fyrir fundinn. Þrjár ályktanir af fimm sem voru háðar samþykkt tillögu kosningarstjórnar um breytingu á lögum flokksins og voru því ekki teknar til atkvæða eftir að hún var felld. Fundurinn samþykkti hins vegar ályktun um blandaða leið fyrir framboðslista en hafnaði ályktun um úthlutun ríkisstyrks til flokksins. Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur sagt sig frá trúnaðarstöfum innan flokksins. Hún birti yfirlýsingu rétt í þessu en segist þar ætla að halda áfram að starfa sem oddviti flokksins í borgarstjórn. Þar situr hún í meirihluta með Samfylkingunni, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. 26. maí 2025 14:11 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn birti í dag formleg úrslit kosninga og atkvæðagreiðslna sem fóru fram á hitafundi flokksins um helgina. Þar tókust á tvær fylkingar, önnur tengd ungliðahreyfingu flokksins en hin Gunnari Smára Egilssyni, formanns framkvæmdastjórnar flokksins frá upphafi. Gunnar Smári náði ekki kjöri og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, sagði sig frá trúnaðarstörfum eftir fundinn þrátt fyrir að hafa verið sögð kjörin pólitískur leiðtogi hans þar. Engar upplýsingar koma fram í tilkynningu Sósíalistaflokksins um kjör pólitísks leiðtoga á fundinum. Fyrir fundinn dreifði hópur sem var ósáttur við stjórnarhætti í flokknum undir forystu Gunnars Smára leiðbeiningum til stuðningsmanna sinna um hvernig þeir ættu að kjósa í stjórnir og um tillögur að lagabreytingum. Skjáskot af leiðbeiningum sem voru gefnar út um hvernig ætti að kjósa til stjórna og um tillögur á aðalfundi Sósíalistaflokksins.Aðsend Úrslitin í kosningum til framkvæmdastjórnar, málefnastjórnar og kosningastjórnar á aðalfundinum voru nær samhljóða þeim leiðbeiningum sem hópurinn gaf út. Allir frambjóðendur hópsins náðu kjöri og í þeirri röð sem þeim var raðað í leiðbeiningunum nema í kosningastjórn þar sem röðin riðlaðist aðeins. Allir frambjóðendur hópsins til varasæta komust einnig að. Alls tóku 382 af 2.448 félögum sem voru með kosningarétt þátt í aðalfundinum. Það gerir 15,6 prósent atkvæðabærra sósíalista. Tillögum stjórna hafnað Þá hafnaði fundurinn þeim lagabreytingatillögum og tillögum að ályktunum sem þáverandi stjórnir flokksins lögðu til. Tillaga frá þá sitjandi kosningastjórn um störf hennar var felld og sömuleiðis tillaga framkvæmdastjórnar um að vekja upp svonefnda baráttustjórn til þess að finna út hvernig Sósíalistaflokkurinn gæti best stutt við bakið á myndun, uppbyggingu og endurreisn hagsmunahópa almennings. Hins vegar var lagabreytingatillga sem félagsmenn á Norðurlandi eystra lögðu fram um svæðisfélög og tillaga ungliðahreyfingarinnar Roða um trúnaðarráð flokksins samþykktar líkt og lagt var upp með í leiðbeiningunum sem voru gefnar út fyrir aðalfundinn. Í leiðbeiningunum sem voru gefnar út var fólki sagt að kjósa eftir eigin sannfæringu um ályktanir sem voru lagðar fyrir fundinn. Þrjár ályktanir af fimm sem voru háðar samþykkt tillögu kosningarstjórnar um breytingu á lögum flokksins og voru því ekki teknar til atkvæða eftir að hún var felld. Fundurinn samþykkti hins vegar ályktun um blandaða leið fyrir framboðslista en hafnaði ályktun um úthlutun ríkisstyrks til flokksins.
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur sagt sig frá trúnaðarstöfum innan flokksins. Hún birti yfirlýsingu rétt í þessu en segist þar ætla að halda áfram að starfa sem oddviti flokksins í borgarstjórn. Þar situr hún í meirihluta með Samfylkingunni, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. 26. maí 2025 14:11 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04
Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur sagt sig frá trúnaðarstöfum innan flokksins. Hún birti yfirlýsingu rétt í þessu en segist þar ætla að halda áfram að starfa sem oddviti flokksins í borgarstjórn. Þar situr hún í meirihluta með Samfylkingunni, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. 26. maí 2025 14:11
Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55
Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17