Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefni hennar frá 17 í gær til 5 í morgun. Alls voru sextíu mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.
Lögreglan var einnig kölluð til á skemmtistað í miðborginni en fyrir utan hann voru menn „í vandræðum með vin sinn“ sem hafði drukkið of mikið og var orðinn „óstýrilátur og ógnandi“. Eftir smá spjall náðist að leysa málið farsællega og án frekari afskipta lögreglu.
Rétt fyrir miðnætti voru lögregla og slökkvilið send á forgangi vegna elds í skemmu. Eldurinn reyndist minniháttar.
Á umdæmi lögreglustöðvar 3 sem nær yfir Kópavog og Breiðholt barst tilkynning um líkamsárás. Einn var grunaður í málinu og náðist hann fljótlega. Málið var unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda og forráðamanna.
Einnig barst þar tilkynning um rúðubrot við grunnskóla en málið er enn í rannsókn.