Reknir fyrir að vinna ekki nógu mikið Árni Sæberg skrifar 30. maí 2025 10:51 Flugumferðarstjórarnir virðast hafa gert eitthvað annað en að vinna einhverja tíma sem þeir skráðu á sig tíma. Vísir/Vilhelm Isavia ANS hefur sagt upp fimm flugumferðarstjórum og mun veita fimm öðrum áminningu vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Í stað þess að sitja við vinnu skráðu flugumferðarstjórar tíma á sig sem aðrir höfðu unnið. Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að málið hafi verið tilkynnt Samgöngustofu og sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni. Greint var frá því í vikunni að fimm flugumferðarstjórar hefðu verið sendir í leyfi vegna málsins. Í tilkynningu segir að Isavia ANS sinni flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hafi veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp séu tekin alvarlega og fyrirtækið sé með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Mjög skýr lög og reglur gildi um flugleiðsögu og hæfi flugumferðarstjóra sem Samgöngustofa hafi eftirlit með. Allt miði þetta að því að tryggja öryggi flugleiðsögu og traust á henni. Aðrir unnu vinnuna sem þeir skráðu Við innri skoðun hjá Isavia ANS hafi komið í ljós að fimm flugumferðarstjórar voru með skráða tíma í vinnustöðu sem aðrir höfðu unnið. Af þessu hafi leitt að umræddir fimm flugumferðarstjórar höfðu í raun ekki uppfyllt skilyrði um lágmarkstímafjölda um setu í vinnustöðu og hafi því ekki verið með gild leyfi til að sinna flugumferðarstjórn. Isavia ANS líti á þetta sem alvarleg trúnaðarbrot í starfi og hafi gripið til viðeigandi aðgerða. Þeim fimm flugumferðarstjórum sem ekki uppfylltu kröfur um lágmarkstíma í vinnustöðu hafi verið sagt upp störfum og öðrum sem tóku þátt í brotunum með þeim verði ýmist veitt áminning eða alvarlegt tiltal eftir umfangi aðkomu þeirra að málinu. Fara í naflaskoðun Eftir ítarlega skoðun Isavia ANS á málinu sé ljóst að brotin ná eingöngu til afmarkaðs hóps flugumferðarstjóra, en hjá fyrirtækinu starfi hátt í 300 manns. Fyrirtækið muni ásamt starfsfólki horfa innávið, styrkja ferla, og koma í veg fyrir að sambærileg atvik geti endurtekið sig. Isavia Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að málið hafi verið tilkynnt Samgöngustofu og sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni. Greint var frá því í vikunni að fimm flugumferðarstjórar hefðu verið sendir í leyfi vegna málsins. Í tilkynningu segir að Isavia ANS sinni flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hafi veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp séu tekin alvarlega og fyrirtækið sé með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Mjög skýr lög og reglur gildi um flugleiðsögu og hæfi flugumferðarstjóra sem Samgöngustofa hafi eftirlit með. Allt miði þetta að því að tryggja öryggi flugleiðsögu og traust á henni. Aðrir unnu vinnuna sem þeir skráðu Við innri skoðun hjá Isavia ANS hafi komið í ljós að fimm flugumferðarstjórar voru með skráða tíma í vinnustöðu sem aðrir höfðu unnið. Af þessu hafi leitt að umræddir fimm flugumferðarstjórar höfðu í raun ekki uppfyllt skilyrði um lágmarkstímafjölda um setu í vinnustöðu og hafi því ekki verið með gild leyfi til að sinna flugumferðarstjórn. Isavia ANS líti á þetta sem alvarleg trúnaðarbrot í starfi og hafi gripið til viðeigandi aðgerða. Þeim fimm flugumferðarstjórum sem ekki uppfylltu kröfur um lágmarkstíma í vinnustöðu hafi verið sagt upp störfum og öðrum sem tóku þátt í brotunum með þeim verði ýmist veitt áminning eða alvarlegt tiltal eftir umfangi aðkomu þeirra að málinu. Fara í naflaskoðun Eftir ítarlega skoðun Isavia ANS á málinu sé ljóst að brotin ná eingöngu til afmarkaðs hóps flugumferðarstjóra, en hjá fyrirtækinu starfi hátt í 300 manns. Fyrirtækið muni ásamt starfsfólki horfa innávið, styrkja ferla, og koma í veg fyrir að sambærileg atvik geti endurtekið sig.
Isavia Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira