„Þetta er mjög þungt og erfitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2025 14:40 Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS. Sigurjón Ólason Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir þunga og erfiða stemmningu á skrifstofum fyrirtækisins eftir að fimm flugumferðarstjórum var sagt upp störfum í morgun vegna brota í starfi. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Það er til rannsóknar hjá Samgöngustofu. Isavia ANS sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm til viðbótar í morgun vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og í virkri vinnu við flugumferðarstjórn. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir málið hafa komið upp fyrir rúmum tveimur vikum. „Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna, verið í vinnustöðu, þótt þeir hafi verið skráðir þannig. Annað starfsfólk hafi þannig skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra. „Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“ Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili. Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið. Fólk treysti á fagmennsku „Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan. Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal. „Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“ Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum. „Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan. Flugumferðarstjórum bjóðist alltaf að fara í vinnustöð og vinna ef á þurfi að halda. Þessir fimm hafi hins vegar farið aðra leið. Þungt og erfitt Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Stemmningin sé sérstök á vinnustaðnum í dag. „Þetta er mjög þungt og erfitt. Þetta eru samstarfsfélagar og auðvitað er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“ Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Isavia ANS sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm til viðbótar í morgun vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og í virkri vinnu við flugumferðarstjórn. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir málið hafa komið upp fyrir rúmum tveimur vikum. „Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna, verið í vinnustöðu, þótt þeir hafi verið skráðir þannig. Annað starfsfólk hafi þannig skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra. „Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“ Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili. Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið. Fólk treysti á fagmennsku „Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan. Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal. „Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“ Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum. „Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan. Flugumferðarstjórum bjóðist alltaf að fara í vinnustöð og vinna ef á þurfi að halda. Þessir fimm hafi hins vegar farið aðra leið. Þungt og erfitt Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Stemmningin sé sérstök á vinnustaðnum í dag. „Þetta er mjög þungt og erfitt. Þetta eru samstarfsfélagar og auðvitað er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“
Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira