Ítalski miðillinn Gazzetta dello Sport greinir frá eftir að Inter tilkynnti um andlátið í morgun.
Ci ha lasciato il Presidente Ernesto Pellegrini. Per undici anni ha guidato l’Inter con saggezza, onore e determinazione, lasciando una impronta indelebile nella storia del nostro Club.
— Inter ⭐⭐ (@Inter) May 31, 2025
FC Internazionale Milano e tutto il popolo nerazzurro si stringono attorno ai suoi familiari pic.twitter.com/pXMdNsOZ06
Ernesto Pellegrini eignaðist hlut í Inter árið 1979 og keypti svo meirihluta í félaginu árið 1984. Hann skipaði sjálfan sig forseta og leiddi félagið næstu ellefu ár með stórgóðum árangri. Eitt hans fyrsta verk var að gefa stuðningsmönnum ókeypis samlokur og drykki á bikarleik árið 1985, sem gerði hann afar vinsælan á San Siro.
Undir hans eignarhaldi keypti Inter svo leikmenn á borð við Lothar Matthaus, Jurgen Klinsmann, Andreas Brehme og Karl-Heinz Rummenigge og vann til fjölda verðlauna.
Meðal annars setti Inter stigamet í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 1988-89 og vann svo UEFA bikarinn, undanfara Evrópudeildarinnar, árin 1991 og 1994.
Ernesto Pellegrini var vígður inn í frægðarhöll Inter árið 2020 í þakklætisskyni við störf hans fyrir félagið. Hann féll frá í morgun, 84 ára að aldri.
Inter leikur úrslitaleik Meistaradeildarinnar við PSG, klukkan sjö í kvöld. Til minningar um mætan mann munu leikmenn Inter bera sorgarbönd á handleggnum.