Banaslysið haft áhrif á undirbúning manngerðra íshella Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. maí 2025 22:01 Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Vísir/Vilhelm Banaslysið í Breiðamerkurjökli á síðasta ári hefur haft töluverð áhrif á undirbúning fyrir tvo manngerða íshella sem fyrirhugaðir eru í Langjökli. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að tekið verði tillit til allra athugasemda forsætisráðuneytisins. Til stendur að hefja framkvæmdir að tveimur manngerðum íshellum á Langjökli á næstu misserum. Bláskógabyggð mun gera samning við forsætisráðuneytið um nýtingu á þjóðlendu að loknu deiliskipulagsferli og verkefnið auglýst áður en sveitarfélagið gerir samning við fyrirtæki um ferðaþjónustu á svæðinu. Í umsögn forsætisráðuneytisins um fyrirhugaða íshelli eru gerðar ýmsar athugasemdir við verkefnið. Meðal annars er brýnt fyrir sveitarfélaginu að gera áhættumat vegna náttúruvára og ítrekaðar tillögur starfshóps sem var myndaður vegna banaslyss í íshelli í Breiðamerkurjökli á síðasta ári. Að sögn sveitarstjóra verður gerð krafa um ýmis öryggisatriði í væntanlegum samningi við ferðaþjónustuaðila. „Þeir þurfa að sína fram á það að þeir séu með áætlanir, með kerfi í kringum þetta og kunni að bregðast við og viti hvað skal gera. og geti metið aðstæður og áhættu á hverjum tíma,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Meiri kröfur eftir slysið í Breiðamerkurjökli Banaslysið á síðasta ári hafi haft töluverð áhrif á undirbúningsvinnuna í Langjökli og lærdómur dreginn frá mistökum sem þar voru gerð. „Þetta hægði á þessari vinnu og þessi mál voru komin í vinnslu áður en það varð. Það var ákveðið að stoppa og var fundað og farið yfir hvaða kröfur ætti að gera og það er verið að gera meiri kröfur en var gert ráð fyrir áður,“ segir Ásta. Ekki er útilokað að hafa íshellana opna á sumrin enda væntanlegir hellar í Langjökli annars eðlis en náttúrulegir íshellar. Það sé ferðaþjónustuaðila að meta hvort bráðnun á sumrin reynist of mikil. „Þetta eru auðvitað ekki hellar sem eru að taka svona miklum breytingum eins og þessir náttúrulegu íshellar sem að myndast bara við bráðnun heldur er þetta bara borað eða grafið ofan í jökullinn svo þetta er ekki á eins mikilli hreyfingu,“ segir Ásta. „Það eru engin vatnsföll sem eru að streyma þarna undan þessum hellum.“ Ferðaþjónusta Bláskógabyggð Slys á Breiðamerkurjökli Slysavarnir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Til stendur að hefja framkvæmdir að tveimur manngerðum íshellum á Langjökli á næstu misserum. Bláskógabyggð mun gera samning við forsætisráðuneytið um nýtingu á þjóðlendu að loknu deiliskipulagsferli og verkefnið auglýst áður en sveitarfélagið gerir samning við fyrirtæki um ferðaþjónustu á svæðinu. Í umsögn forsætisráðuneytisins um fyrirhugaða íshelli eru gerðar ýmsar athugasemdir við verkefnið. Meðal annars er brýnt fyrir sveitarfélaginu að gera áhættumat vegna náttúruvára og ítrekaðar tillögur starfshóps sem var myndaður vegna banaslyss í íshelli í Breiðamerkurjökli á síðasta ári. Að sögn sveitarstjóra verður gerð krafa um ýmis öryggisatriði í væntanlegum samningi við ferðaþjónustuaðila. „Þeir þurfa að sína fram á það að þeir séu með áætlanir, með kerfi í kringum þetta og kunni að bregðast við og viti hvað skal gera. og geti metið aðstæður og áhættu á hverjum tíma,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Meiri kröfur eftir slysið í Breiðamerkurjökli Banaslysið á síðasta ári hafi haft töluverð áhrif á undirbúningsvinnuna í Langjökli og lærdómur dreginn frá mistökum sem þar voru gerð. „Þetta hægði á þessari vinnu og þessi mál voru komin í vinnslu áður en það varð. Það var ákveðið að stoppa og var fundað og farið yfir hvaða kröfur ætti að gera og það er verið að gera meiri kröfur en var gert ráð fyrir áður,“ segir Ásta. Ekki er útilokað að hafa íshellana opna á sumrin enda væntanlegir hellar í Langjökli annars eðlis en náttúrulegir íshellar. Það sé ferðaþjónustuaðila að meta hvort bráðnun á sumrin reynist of mikil. „Þetta eru auðvitað ekki hellar sem eru að taka svona miklum breytingum eins og þessir náttúrulegu íshellar sem að myndast bara við bráðnun heldur er þetta bara borað eða grafið ofan í jökullinn svo þetta er ekki á eins mikilli hreyfingu,“ segir Ásta. „Það eru engin vatnsföll sem eru að streyma þarna undan þessum hellum.“
Ferðaþjónusta Bláskógabyggð Slys á Breiðamerkurjökli Slysavarnir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira