„Þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2025 12:32 Höskuldur í leik gegn KR. Vísir/Diego Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks og einn besti leikmaður efstu deildar karla í knattspyrnu frá upphafi – allavega síðan 1992 – er hreinskilinn með það að hann ætti ef til vill að eiga fleiri ár í atvinnumennsku en raun ber vitni. Hann hefur hins vegar aldrei viljað fara út eingöngu til að fara út. Höskuldur settist niður með Arnari Laufdal Arnarssyni í hlaðvarpinu Grænu Stofunni á dögunum. Þar fór fyrirliði Breiðabliks yfir víðan völl og meðal annars af hverju hann hefur öll þessi ár spilað hér á landi þegar hann er meira en nægilega góður til þess að spila erlendis sem atvinnumaður. Eftir að hafa leikið með Halmstad í Svíþjóð frá 2017 til 2019 kom Höskuldur heim og hefur oftar en ekki verið orðaður við félög erlendis. Ekkert hafði þó heillað þennan fjölhæfa þrítuga einstakling fyrr en Freyr Alexandersson og Brann bönkuðu upp á fyrir komandi tímabil. „Hef verið hreinskilinn með að það þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu til að státa Breiðabliki við fyrir mér. Bæði fótboltalega og þýðingarlega,“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það hefur ýmislegt komið upp. Brann svo tikkar í það box að vera í efstu hillu, topp fimm klúbbur í Skandinavíu. Það var eitthvað sem ég skoðaði vel, gerði af yfirvegun og í góðu samráði við alla hér.“ Höskuldur segir margt spila inn í að hann hafi ekki farið til Brann. Helst þá að hann varð faðir fyrir ekki svo löngu síðan. „Þurfti að taka inn í myndina að maður er ekki lengur einhver 20-25 ára sjomli sem getur gert það sem hann vill, konan er í góðri vinnu hérna heima og ég sjálfur með rekstur og ábyrgð þar.“ „Það var mikill heiður að vera eftirsóttur af svona stórum klúbb á þessum tímapunkti, mikil viðurkenning fyrir fyrri störf. Þetta var valdeflandi atburðarás,“ bætti fyrirliðinn við. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum ofar í fréttinni. Höskuldur, sem á að baki 8 A-landsleiki, 35 Evrópuleiki og 213 leiki í efstu deild mun án efa vera í byrjunarliði Breiðabliks sem mætir Víking klukkan 19.15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Höskuldur settist niður með Arnari Laufdal Arnarssyni í hlaðvarpinu Grænu Stofunni á dögunum. Þar fór fyrirliði Breiðabliks yfir víðan völl og meðal annars af hverju hann hefur öll þessi ár spilað hér á landi þegar hann er meira en nægilega góður til þess að spila erlendis sem atvinnumaður. Eftir að hafa leikið með Halmstad í Svíþjóð frá 2017 til 2019 kom Höskuldur heim og hefur oftar en ekki verið orðaður við félög erlendis. Ekkert hafði þó heillað þennan fjölhæfa þrítuga einstakling fyrr en Freyr Alexandersson og Brann bönkuðu upp á fyrir komandi tímabil. „Hef verið hreinskilinn með að það þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu til að státa Breiðabliki við fyrir mér. Bæði fótboltalega og þýðingarlega,“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það hefur ýmislegt komið upp. Brann svo tikkar í það box að vera í efstu hillu, topp fimm klúbbur í Skandinavíu. Það var eitthvað sem ég skoðaði vel, gerði af yfirvegun og í góðu samráði við alla hér.“ Höskuldur segir margt spila inn í að hann hafi ekki farið til Brann. Helst þá að hann varð faðir fyrir ekki svo löngu síðan. „Þurfti að taka inn í myndina að maður er ekki lengur einhver 20-25 ára sjomli sem getur gert það sem hann vill, konan er í góðri vinnu hérna heima og ég sjálfur með rekstur og ábyrgð þar.“ „Það var mikill heiður að vera eftirsóttur af svona stórum klúbb á þessum tímapunkti, mikil viðurkenning fyrir fyrri störf. Þetta var valdeflandi atburðarás,“ bætti fyrirliðinn við. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum ofar í fréttinni. Höskuldur, sem á að baki 8 A-landsleiki, 35 Evrópuleiki og 213 leiki í efstu deild mun án efa vera í byrjunarliði Breiðabliks sem mætir Víking klukkan 19.15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira