Kolbeinn var í byrjunarliði Gautaborgar og reyndist nokkuð óvænt þeirra hættulegasti maður í dag. Hann skoraði fyrra markið á 24. mínútu eftir undirbúning Tobias Heintz. Aðeins þremur mínútum síðar nældi Kolbeinn sér í gult spjald.
Tobias Heintz 🤝Kolbeinn Thórdarson!
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) June 1, 2025
1-0 till IFK Göteborg mot BP efter nytt frisparkssamarbete duon emellan 🔵⚪
📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/SG7tL1YBru
Á 43. mínútu tvöfaldaði Kolbeinn forystu gestanna eftir undirbúning Eman Markovic. Staðan 0-2 í hálfleik.
2-0 IFK Göteborg! Kolbeinn Thórdarson dyker upp igen och gör sitt andra mål för dagen 🔵⚪
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) June 1, 2025
📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/JJj9SX07LS
Bæði lið skoruðu eitt mark í síðari hálfleik og vann Gautaborg góðan útisigur. Hlynur Freyr Karlsson sat allan tímann á varamannabekk Brommapojkarna.
Daníel Tristan var í byrjunarliði Malmö og lagði með smá heppni upp annað mark liðsins í öruggum 3-0 sigri á BK Häcken. Daníel Tristan var tekinn af velli á 67. mínútu. Arnór Sigurðsson lék ekki með Malmö vegna meiðsla.
2-0 Malmö FF mot BK Häcken! 18-årige Kenan Busuladzic med målet 👀
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) June 1, 2025
📲 Se matchen på Max och Kanal 5 pic.twitter.com/zwH9FaN5P3
Gísli Eyjólfsson spilaði þá 76 mínútur í 1-0 sigri Halmstad á Djurgården. Birnir Snær Ingason lék ekki með Halmstad í dag.
Eftir leiki dagsins er Malmö í 5. sæti með 22 stig, Gautaborg er sæti neðar með 19 stig og Brommapojkarna er í 14. sæti með 10 stig.