Ísak veit að hann verður hataður: „Ungur strákur átti sér draum“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2025 07:00 Ísak Bergmann Jóhannesson og kærasta hans Agnes Perla Sigurðardóttir með treyjuna sem sýnir að samningur Ísaks við Köln er til ársins 2030. FC Köln Nú þegar margir af stuðningsmönnum Fortuna Düsseldorf eru reiðir og vilja jafnvel brenna treyju Ísaks Bergmanns Jóhannessonar hefur Skagamaðurinn ungi reynt að útskýra hvað vakti fyrir honum með því að ganga í raðir erkióvinarins, FC Köln. Þessi 22 ára gamli landsliðsmaður átti stórkostlegt tímabil með Fortuna í næstefstu deild Þýskalands í vetur og skoraði til að mynda ellefu mörk fyrir liðið. Eftir tvö tímabil með liðinu og að hafa verið nálægt því að koma því upp í efstu deild hefur Ísak nú gripið tækifærið til að spila í fyrsta sinn í sjálfri efstu deild Þýskalands, með Köln sem vann næstefstu deildina í ár. Með þessu skrefi kveðst Ísak láta æskudraum sinn rætast en á sama tíma segist hann gera sér grein fyrir því að margir af hans fyrri stuðningsmönnum muni núna snúa við honum bakinu, eða hreinlega „hata“ hann. „Ég veit að ekkert sem ég mun segja mun láta ykkur Fortuna-aðdáendum líða betur, ég skil tilfinningar ykkar fullkomlega. Ég hef hugsað mikið til ykkar og þessi ákvörðun var ekki auðveld, en ungur strákur átti sér draum um að spila í Bundesliga og nú hefur sá ungi strákur fengið tækifæri,“ skrifaði Ísak á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) „Ég veit að mörg ykkar munu hata mig en tilfinningar mínar til félagsins eru enn þær sömu. Uppsagnarákvæðið var virkjað og ég þurfti að taka ákvörðun. Ég vil þakka Fortuna fyrir tækifærið til að spila fyrir þetta félag og þakka ykkur fyrir stuðninginn frá fyrsta degi,“ skrifaði Ísak, fullmeðvitaður um að þessi stuðningur breytist nú í andhverfu sína. Eftir standi þó frábærar minningar: „Þessi tvö ár hafa verið alveg ótrúleg. Að hitta frábært fólk, vini ævilangt og eignast minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég skil tilfinningar ykkar og virði þær að fullu. En ungi strákurinn innra með mér tók ákvörðunina og átti sér draum.“ Nú mun Ísak hins vegar eignast nýja stuðningsmenn hjá hinu gamla stórveldi Köln. Í kveðju til þeirra á samfélagsmiðlum Kölnar segir Skagamaðurinn: „Halló stuðningsmenn Kölnar. Ég heiti Ísak Jóhannesson og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan ykkur á leikvanginum. Sjáumst fljótt!“ A warm welcome to you, too, Ísak! ❤️🤍 #effzeh pic.twitter.com/iUbzFjEUXy— 1. FC Cologne (@fckoeln_en) June 1, 2025 Þýskir fjölmiðlar segja að Köln greiði Fortuna 5,5 milljónir evra fyrir Ísak, eða jafnvirði um 800 milljóna íslenskra króna. Þýski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira
Þessi 22 ára gamli landsliðsmaður átti stórkostlegt tímabil með Fortuna í næstefstu deild Þýskalands í vetur og skoraði til að mynda ellefu mörk fyrir liðið. Eftir tvö tímabil með liðinu og að hafa verið nálægt því að koma því upp í efstu deild hefur Ísak nú gripið tækifærið til að spila í fyrsta sinn í sjálfri efstu deild Þýskalands, með Köln sem vann næstefstu deildina í ár. Með þessu skrefi kveðst Ísak láta æskudraum sinn rætast en á sama tíma segist hann gera sér grein fyrir því að margir af hans fyrri stuðningsmönnum muni núna snúa við honum bakinu, eða hreinlega „hata“ hann. „Ég veit að ekkert sem ég mun segja mun láta ykkur Fortuna-aðdáendum líða betur, ég skil tilfinningar ykkar fullkomlega. Ég hef hugsað mikið til ykkar og þessi ákvörðun var ekki auðveld, en ungur strákur átti sér draum um að spila í Bundesliga og nú hefur sá ungi strákur fengið tækifæri,“ skrifaði Ísak á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) „Ég veit að mörg ykkar munu hata mig en tilfinningar mínar til félagsins eru enn þær sömu. Uppsagnarákvæðið var virkjað og ég þurfti að taka ákvörðun. Ég vil þakka Fortuna fyrir tækifærið til að spila fyrir þetta félag og þakka ykkur fyrir stuðninginn frá fyrsta degi,“ skrifaði Ísak, fullmeðvitaður um að þessi stuðningur breytist nú í andhverfu sína. Eftir standi þó frábærar minningar: „Þessi tvö ár hafa verið alveg ótrúleg. Að hitta frábært fólk, vini ævilangt og eignast minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég skil tilfinningar ykkar og virði þær að fullu. En ungi strákurinn innra með mér tók ákvörðunina og átti sér draum.“ Nú mun Ísak hins vegar eignast nýja stuðningsmenn hjá hinu gamla stórveldi Köln. Í kveðju til þeirra á samfélagsmiðlum Kölnar segir Skagamaðurinn: „Halló stuðningsmenn Kölnar. Ég heiti Ísak Jóhannesson og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan ykkur á leikvanginum. Sjáumst fljótt!“ A warm welcome to you, too, Ísak! ❤️🤍 #effzeh pic.twitter.com/iUbzFjEUXy— 1. FC Cologne (@fckoeln_en) June 1, 2025 Þýskir fjölmiðlar segja að Köln greiði Fortuna 5,5 milljónir evra fyrir Ísak, eða jafnvirði um 800 milljóna íslenskra króna.
Þýski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira