Ákall Valdimar Júlíusson skrifar 2. júní 2025 09:32 Áfallið að greinast með krabbamein er nóg fyrir sig – það á ekki að bætast við frestun meðferðar vegna skorts á tækjum. Ríkisstjórnin segist vera verkstjórn, en verk eru það sem fólk sér – ekki orð. Ég bið um það sjálfsagða: Að við sem þjóð tryggjum að allir sem þurfa lífsnauðsynlega meðferð, fái hana – strax. Látum röddina berast. Við getum þetta – saman. ——————————————————— Þegar loforðin fljúga út fyrir landsteinana… en lífið bíður heima. Ríkisstjórnin kallar sig verkstjórn – en verkin eru ekki sýnileg þar sem þeirra er mest þörf. Á meðan forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru meira erlendis en heima, þar sem þær lofa auknum fjárframlögum til erlendra stofnana og verkefna, fáum við þau skilaboð hér heima að ekki sé til fjármagn fyrir lífsnauðsynleg lækningatæki til krabbameinsmeðferðar. ⸻ Frú forsætisráðherra – Kristrún Frostadóttir Eru landar þínir ekki þess virði að fá úrbætur í heilbrigðiskerfinu – í garðinum sem stendur þér næst? Þú virðist sjaldnast vera hér heima – og sýnist kappkosta að sinna því sem er utan landsteinanna. Frú utanríkisráðherra – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Er virkilega nauðsynlegt að þið báðar séuð stöðugt erlendis að sinna hagsmunum annarra, á meðan landsmenn bíða eftir nauðsynlegri meðferð við krabbameini? Frú félags- og húsnæðismálaráðherra – Inga Sæland Þú sagðir: „Við látum verkin tala.“ En hvar eru verkin þegar kemur að fjárfestingu í tækjum sem bjarga mannslífum? ⸻ Ég spyr: Hvað kosta þessi tæki sem vantar? Hvað kostar að senda sjúkling til útlanda í meðferð? Getur verið að það séu baunateljarar og Excel-skjöl sem ráði för? Hvers virði er eitt mannslíf – í tölum? Og hvað kostar aðskilnaður frá fjölskyldu þegar sjúklingur er sendur í meðferð erlendis – og aðstandendur þurfa að bera þann kostnað sjálfir? ⸻ Kæra þjóð. Ef þau sem hafa völdin sjá ekki neyðina, þá verðum við að stíga fram. Tökum höndum saman – þrýstum á valdhafa, virkjum fjölmiðla, og blásum til þjóðarátaks til að fjármagna tæki sem geta bjargað lífi. Þetta er ekki munaður. Þetta er mannúð. Þetta er nauðsyn. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Áfallið að greinast með krabbamein er nóg fyrir sig – það á ekki að bætast við frestun meðferðar vegna skorts á tækjum. Ríkisstjórnin segist vera verkstjórn, en verk eru það sem fólk sér – ekki orð. Ég bið um það sjálfsagða: Að við sem þjóð tryggjum að allir sem þurfa lífsnauðsynlega meðferð, fái hana – strax. Látum röddina berast. Við getum þetta – saman. ——————————————————— Þegar loforðin fljúga út fyrir landsteinana… en lífið bíður heima. Ríkisstjórnin kallar sig verkstjórn – en verkin eru ekki sýnileg þar sem þeirra er mest þörf. Á meðan forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru meira erlendis en heima, þar sem þær lofa auknum fjárframlögum til erlendra stofnana og verkefna, fáum við þau skilaboð hér heima að ekki sé til fjármagn fyrir lífsnauðsynleg lækningatæki til krabbameinsmeðferðar. ⸻ Frú forsætisráðherra – Kristrún Frostadóttir Eru landar þínir ekki þess virði að fá úrbætur í heilbrigðiskerfinu – í garðinum sem stendur þér næst? Þú virðist sjaldnast vera hér heima – og sýnist kappkosta að sinna því sem er utan landsteinanna. Frú utanríkisráðherra – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Er virkilega nauðsynlegt að þið báðar séuð stöðugt erlendis að sinna hagsmunum annarra, á meðan landsmenn bíða eftir nauðsynlegri meðferð við krabbameini? Frú félags- og húsnæðismálaráðherra – Inga Sæland Þú sagðir: „Við látum verkin tala.“ En hvar eru verkin þegar kemur að fjárfestingu í tækjum sem bjarga mannslífum? ⸻ Ég spyr: Hvað kosta þessi tæki sem vantar? Hvað kostar að senda sjúkling til útlanda í meðferð? Getur verið að það séu baunateljarar og Excel-skjöl sem ráði för? Hvers virði er eitt mannslíf – í tölum? Og hvað kostar aðskilnaður frá fjölskyldu þegar sjúklingur er sendur í meðferð erlendis – og aðstandendur þurfa að bera þann kostnað sjálfir? ⸻ Kæra þjóð. Ef þau sem hafa völdin sjá ekki neyðina, þá verðum við að stíga fram. Tökum höndum saman – þrýstum á valdhafa, virkjum fjölmiðla, og blásum til þjóðarátaks til að fjármagna tæki sem geta bjargað lífi. Þetta er ekki munaður. Þetta er mannúð. Þetta er nauðsyn. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun