Skjöl staðfesta að Tice var í haldi Assad-liða Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 12:49 Debra Tice, heldur á mynd af syni sínum, Austin Tice. Hann hvarf í Sýrlandi 2012 og nú hefur verið staðfest að hann var í haldi Assad-liða. Getty/Bekir Kasim Áður óséð skjöl hafa loksins staðfest að bandaríski blaðamaðurinn Austin Tice var handsamaður af stjórnvöldum Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands. Hann hvarf nærri Damascus, höfuðborg landsins, í ágúst 2012 en Assad-liðar höfnuðu því ítrekað að hafa hann í haldi. Um sjö vikum eftir að Tice hvarf birtist hann á myndbandi þar sem hann var með bundið fyrir augun og umkringdur vopnaður mönnum. Virtist sem honum hafði verið rænt af vígamönnum en sérfræðingar drógu það fljótt í efa og töldu mögulegt að myndbandið hefði verið sviðsett. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust sannfærðir um að Tice væri í haldi ríkisstjórnar Assad en því var harðlega neitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hvarfi Tice eða farið fram á einhverskonar lausnargjald. Blaðamenn BBC hafa með aðstoð Sýrlendinga staðið í rannsókn á hvarfi Tice. Við þá rannsókn fundust skjöl frá leyniþjónustu Assads sem merkt voru Tice og sýna fram á að honum var haldið í Damascus árið 2012. Skjölin og heimildarmenn BBC benda til þess að Tice hafi verið handsamaður í Darayya, nærri Damascus, af vígahópnum NDF en liðsmenn hans voru hliðhollir Assad. Bandaríkjamanninum var haldið af liðsmönnum NDF en þar mun Tice hafa veikst töluvert. Hann var allavega tvisvar sinnum yfirheyrður af starfsmönnum leyniþjónustu Assads. Einn liðsmaður NDF sagði leiðtoga vígahópsins hafa áttað sig á verðmæti Tice og að ríkisstjórn Assads gæti notað hann í viðræðum við Bandaríkjamenn. Tugir þúsunda hafa horfið Þegar ríkisstjórn Assads féll skyndilega í desember sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að hann teldi Tice á lífi. Var það eftir að móðir hans sagðist hafa heyrt í áreiðanlegum heimildarmanni að sonur hennar væri lifandi. Þegar fangelsi Assads voru tæmd fannst þó hvorki tangur né tetur af Tice. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar hann er niðurkominn. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið milljón dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist. Talið er að tugir þúsunda manna hafa hreinlega horfið úr fangelsum Assads í Sýrlandi á undanförnum árum. Sýrland Bandaríkin Tengdar fréttir Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira
Um sjö vikum eftir að Tice hvarf birtist hann á myndbandi þar sem hann var með bundið fyrir augun og umkringdur vopnaður mönnum. Virtist sem honum hafði verið rænt af vígamönnum en sérfræðingar drógu það fljótt í efa og töldu mögulegt að myndbandið hefði verið sviðsett. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust sannfærðir um að Tice væri í haldi ríkisstjórnar Assad en því var harðlega neitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hvarfi Tice eða farið fram á einhverskonar lausnargjald. Blaðamenn BBC hafa með aðstoð Sýrlendinga staðið í rannsókn á hvarfi Tice. Við þá rannsókn fundust skjöl frá leyniþjónustu Assads sem merkt voru Tice og sýna fram á að honum var haldið í Damascus árið 2012. Skjölin og heimildarmenn BBC benda til þess að Tice hafi verið handsamaður í Darayya, nærri Damascus, af vígahópnum NDF en liðsmenn hans voru hliðhollir Assad. Bandaríkjamanninum var haldið af liðsmönnum NDF en þar mun Tice hafa veikst töluvert. Hann var allavega tvisvar sinnum yfirheyrður af starfsmönnum leyniþjónustu Assads. Einn liðsmaður NDF sagði leiðtoga vígahópsins hafa áttað sig á verðmæti Tice og að ríkisstjórn Assads gæti notað hann í viðræðum við Bandaríkjamenn. Tugir þúsunda hafa horfið Þegar ríkisstjórn Assads féll skyndilega í desember sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að hann teldi Tice á lífi. Var það eftir að móðir hans sagðist hafa heyrt í áreiðanlegum heimildarmanni að sonur hennar væri lifandi. Þegar fangelsi Assads voru tæmd fannst þó hvorki tangur né tetur af Tice. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar hann er niðurkominn. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið milljón dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist. Talið er að tugir þúsunda manna hafa hreinlega horfið úr fangelsum Assads í Sýrlandi á undanförnum árum.
Sýrland Bandaríkin Tengdar fréttir Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51
Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31