Brottvísun Oscars frestað Rafn Ágúst Ragnarsson og Agnar Már Másson skrifa 2. júní 2025 14:21 Oscar ásamt Sonju fósturmóður sinni. Aðsend Brottvísun Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til hefur staðið að senda úr landi, verður frestað þar til búið er að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars og fósturforeldra hans Svavars Jóhannssonar og Sonju Magnúsdóttur staðfestir frestunina í samtali við fréttastofu. Dómsmálaráðherra kom ekki að ákvörðuninni að sögn aðstoðarmanns hennar, Jakobs Birgissonar. Yfirgnæfandi líkur á að hann fái ríkisborgararétt Útlendingastofnun skrifar í svari við fyrirspurn fréttastofu að hún hafi frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá Víði Reynissyni, formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt. Enn fremur segir stofnunin að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi hún talið að vegna þessara sérstöku aðstæðna væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunar um að honum bæri að yfirgefa land. „Það fóru ný gögn á föstudaginn til [Útlendingastofnunar.] Ég veit ekki nákvæmlega hver það er sem tekur ákvörðunina um að aðstæður hans séu þannig að hann fái að njóta vafans umfram aðra umsækjendur, en hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Óendanlega glöð Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað en til stóð að hann yrði fluttur til Kólumbíu í fyrramálið. Fjölskyldan segir í færslu á samfélagsmiðlum að hún sé þakklát þeim sem hafi stutt sig í baráttunni. „Enn og aftur þakka ykkur öllum sem hafa stutt okkur og sent okkur hlýjar kveðjur undanfarnar vikur og mánuði. Það hefur verið ómetanlegt og án ykkar hefði þessi frestun sennilega ekki fengist. Við leyfum ykkur öllum að sjálfsögðu að fylgjast náið með framvindunni en við erum auðvitað meðvituð um að við erum ekki komin í höfn og staða Oscars er ekki örugg fyrr en hann fær leyfi til að vera hér hjá okkur fjölskyldunni til frambúðar,” segir fjölskyldan í færslu á samfélagsmiðlum. Hafði hafnað efnislegri meðferð Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars og fósturforeldra hans Svavars Jóhannssonar og Sonju Magnúsdóttur staðfestir frestunina í samtali við fréttastofu. Dómsmálaráðherra kom ekki að ákvörðuninni að sögn aðstoðarmanns hennar, Jakobs Birgissonar. Yfirgnæfandi líkur á að hann fái ríkisborgararétt Útlendingastofnun skrifar í svari við fyrirspurn fréttastofu að hún hafi frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá Víði Reynissyni, formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt. Enn fremur segir stofnunin að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi hún talið að vegna þessara sérstöku aðstæðna væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunar um að honum bæri að yfirgefa land. „Það fóru ný gögn á föstudaginn til [Útlendingastofnunar.] Ég veit ekki nákvæmlega hver það er sem tekur ákvörðunina um að aðstæður hans séu þannig að hann fái að njóta vafans umfram aðra umsækjendur, en hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Óendanlega glöð Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað en til stóð að hann yrði fluttur til Kólumbíu í fyrramálið. Fjölskyldan segir í færslu á samfélagsmiðlum að hún sé þakklát þeim sem hafi stutt sig í baráttunni. „Enn og aftur þakka ykkur öllum sem hafa stutt okkur og sent okkur hlýjar kveðjur undanfarnar vikur og mánuði. Það hefur verið ómetanlegt og án ykkar hefði þessi frestun sennilega ekki fengist. Við leyfum ykkur öllum að sjálfsögðu að fylgjast náið með framvindunni en við erum auðvitað meðvituð um að við erum ekki komin í höfn og staða Oscars er ekki örugg fyrr en hann fær leyfi til að vera hér hjá okkur fjölskyldunni til frambúðar,” segir fjölskyldan í færslu á samfélagsmiðlum. Hafði hafnað efnislegri meðferð Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira